Halal
Halal (arabíska: حلال, halāl, halal) er íslamskt hugtak sem þýðir "leyfilegt," samsvarandi "kosher" í Gyðingdómi. Hugtakið er ekki notað á sama hátt hjá arabískumælandi múslimum og þeim sem ekki hafa arabísku að móðurmáli. Íslamska slátrunaraðferðin á dýrum er nefnd Thabiha Halaal.
Notkun
[breyta | breyta frumkóða]Hugtakið Halal hefur bæði sérhæfa og almenna merkingu. Í arabískumælandi samfélögum er hugtakið notað yfir allt sem er leyfilegt samkvæmt íslömskum lögum og reglum og er andstætt hugtakinu haram, sem þýðir það sem er bannað. Undir þetta fellur hegðun, klæðnaður og orðafar.
Í múslimskum samfélögum sem ekki nota arabísku er hugtakið oftast notað einungis yfir matarreglur múslima.
Matarræði
[breyta | breyta frumkóða]Bannað fæði
[breyta | breyta frumkóða]Fjöldi fæðutegunda er samkvæmt þessum reglum álitið vera haram (bannað), meðal annars: svín, blóð, dýr slátruð í nafni einhvers annars en Guðs, hræ (og sjálfdauð dýr), rándýr önnur en fiskar og sjávardýr, og allir vímugjafar (sérstaklega áfengi). Mörg múslimsk samfélög telja að fiskar án tálkna og einnig skeldýr séu haram.
Halal-slátrun
[breyta | breyta frumkóða]Halal-slátrun allra dýra (einnig fiska) fellst í því að stinga á með einni stungu á slagæðina á hálsinum og tæma dýrið á öllu blóði, enda er blóð með öllu bannað til matar. Meðan dýrinu er að blæða út má ekki meðhöndla það á neinn hátt. Aðferð þessi er kölluð Thabiha. Slátrun er álitin trúarleg athöfn og áður en stungið er á slagæðinni er þessi setning höfð yfir: "Í nafni Guðs, hins náðuga, hins miskunnsama." (بِسْمِ اللهِ الرَّحْمنِ الرَّحِيمِ, bismillāh, i-rahman, i-rahīm). Sums staðar, til að mynda í Bretlandi, er meirihluti dýranna lamaður með raflosti áður en skorið er á slagæð. [1]
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]- Halaal and Haraam Geymt 15 janúar 2006 í Wayback Machine (Islamic.co.uk) About halaal and haraam foods, ingredients, and behavior Information
- Halal Industry Center
- Halaal: An explanation Geymt 21 apríl 2006 í Wayback Machine
- Halaal and Haraam
- Muslim method of slaughtering Geymt 21 júlí 2008 í Wayback Machine
- The Quran and Hadith about Halal and Haram food Geymt 9 janúar 2006 í Wayback Machine
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ What is halal meat? BBC. skoðað 1.feb, 2017.