[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Reputation

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Reputation
Breiðskífa eftir
Gefin út10. nóvember 2017 (2017-11-10)
Hljóðver
  • Conway Recording (Los Angeles)
  • MXM (Los Angeles/Stokkhólmur)
  • Rough Customer (Brooklyn)
  • Seismic Activities (Portland)
  • Tree Sound (Atlanta)
Stefna
Lengd55:38
ÚtgefandiBig Machine
Stjórn
Tímaröð – Taylor Swift
1989
(2014)
Reputation
(2017)
Lover
(2019)
Smáskífur af Reputation
  1. „Look What You Made Me Do“
    Gefin út: 24. ágúst 2017
  2. „...Ready for It?“
    Gefin út: 17. september 2017
  3. „End Game“
    Gefin út: 14. nóvember 2017
  4. „New Year's Day“
    Gefin út: 27. nóvember 2017
  5. „Delicate“
    Gefin út: 12. mars 2018
  6. „Getaway Car“
    Gefin út: 7. september 2018

Reputation (stílað í lágstöfum) er sjötta breiðskífa bandarísku söngkonunnar Taylor Swift. Hún var gefin út 10. nóvember 2017 og var þetta seinasta platan hennar með Big Machine Records.

Eftir að hafa horfið úr augum almennings, samdi Swift plötuna Reputation sem svar til fjölmiðla um fréttamennskuna sem fylgdi í kjölfar útgáfu seinustu plötunnar, 1989. Swift vann mest megnið með Jack Antonoff, Max Martin, og Shellback við framleiðslu Reputation. Hún einkennist af rafpoppi og ryþmablús með eiginleikum úr hipphopp, trapp, og EDM tónlist.

Ólíkt fyrri plötum, hafði Swift ekki auglýst plötuna í gegnum viðtöl. Áður en hún gaf út plötuna hafði hún hreinsað út vefsíðuna sína og aðganga á samfélagsmiðlum sem vakti athygli. Aðal smáskífan „Look What You Made Me Do“ komst á topp vinsældalista víða um heim. Árið 2018 hóf hún tónleikaferðalagið Reputation Stadium Tour. Reputation var fjórða samfellda plata Swift til að seljast í yfir milljón eintökum í fyrstu vikunni sinni. Hún dvaldi fjórar vikur á toppi Billboard 200 og var viðurkennd sem þreföld platína. Platan komst einnig á topp vinsældalista og hlaut fjölplatínu viðurkenningu í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, og Bretlandi.

Reputation var tilnefnd sem besta söng-popp platan (Best Pop Vocal Album) á 61. Grammy-verðlaununum árið 2019, og var á lista Slant Magazine yfir bestu plötur 2. áratugs 21. aldar.

Nr.TitillLagahöfundur/arStjórn[1]Lengd
1.„…Ready for It?“
  • Martin
  • Shellback
  • Payami
3:28
2.„End Game“ (ásamt Ed Sheeran og Future)
  • Martin
  • Shellback
  • Ilya
4:04
3.„I Did Something Bad“
  • Swift
  • Martin
  • Shellback
  • Martin
  • Shellback
3:58
4.„Don't Blame Me“
  • Swift
  • Martin
  • Shellback
  • Martin
  • Shellback
3:56
5.„Delicate“
  • Swift
  • Martin
  • Shellback
  • Martin
  • Shellback
3:52
6.„Look What You Made Me Do“
  • Swift
  • Antonoff
3:31
7.„So It Goes…“
  • Swift
  • Martin
  • Shellback
  • Oscar Görres
  • Martin
  • Shellback
  • Görres
3:47
8.„Gorgeous“
  • Swift
  • Martin
  • Shellback
  • Martin
  • Shellback
3:29
9.„Getaway Car“
  • Swift
  • Antonoff
  • Swift
  • Antonoff
3:53
10.„King of My Heart“
  • Swift
  • Martin
  • Shellback
  • Martin
  • Shellback
3:34
11.„Dancing with Our Hands Tied“
  • Swift
  • Martin
  • Shellback
  • Oscar Holter
  • Martin
  • Shellback
  • Holter
3:31
12.„Dress“
  • Swift
  • Antonoff
  • Swift
  • Antonoff
3:50
13.„This Is Why We Can't Have Nice Things“
  • Swift
  • Antonoff
  • Swift
  • Antonoff
3:27
14.„Call It What You Want“
  • Swift
  • Antonoff
  • Swift
  • Antonoff
3:23
15.„New Year's Day“
  • Swift
  • Antonoff
  • Swift
  • Antonoff
3:55
Samtals lengd:55:38

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Reputation (CD liner notes). Taylor Swift. Big Machine Records. 2017. 00843930033102.