[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

RFID

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Húsdýrahald með aðstoð GPS RFID tækni. Kálfurinn er með búfjármark og gult merki fyrir nautgripahjörðina.

RFID (stendur fyrir radio-frequency identification á ensku) eða rafaldskenni merki eru auðkennimerki sem senda frá sér útvarpsbylgjur. Merkin samanstanda af rafrás sem geymir og vinnur úr upplýsingum og loftneti til að senda og taka á móti upplýsingum. RFID merki eru mikið notuð í smásölu og við birgðahald og hefur verslunarkeðjan Wal-Mart m.a. nýtt sér þessa tækni.

Unnið er að því að þróa og innleiða RFID merkingar í fiskvinnslu á Íslandi svo hægt sé að rekja feril fisks frá veiðum til kaupanda.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Notkun RFID merkja í fiskvinnslu, ferlastýring og rekjanleiki (Sveinn Margeirsson, Matís, 2007)“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 16. júlí 2011. Sótt 26. desember 2009.
  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.