[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Norður-Holland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni Norður-Hollands Skjaldarmerki Norður-Hollands
Fáni
Fáni
Skjaldarmerki
Upplýsingar
Höfuðborg: Haarlem
Flatarmál: 4.091 km²
Mannfjöldi: 2.691.426
Þéttleiki byggðar: 1.008/km²
Vefsíða: [1][óvirkur tengill]
Lega

Norður-Holland er fylki í Hollandi, staðsett í kringum Amsterdam. Ásamt Suður-Hollandi hefur það lengi verið kjarnasvæði Hollands.

Lega og lýsing

[breyta | breyta frumkóða]

Norður-Holland liggur að meginhluta milli Norðursjávar og Ijsselmeer, norður og vestur af höfuðborginni Amsterdam. Eyjan Texel, stærst Vesturfrísnesku eyjanna, tilheyrir fylkinu. Stórir hlutar fylkisins eru fyrir neðan sjavarmál. Aðeins tvö önnur fylki liggja að Norður-Hollandi, Utrecht fyrir suðaustan og Suður-Holland fyrir sunnan. Mikill sjávarvarnargarður þvert yfir mynni Ijsselmeer tengið fylkið við Frísland. Önnur bílabrú tengir fylkið við Flevoland. Íbúar eru 2,6 milljónir talsins, sem gerir Norður-Holland að næstfjölmennasta fylki Hollands. Aðeins Suður-Holland er fjölmennara. Höfuðborgin er Haarlem.

Fáni og skjaldarmerki

[breyta | breyta frumkóða]

Skjaldarmerki Norður-Hollands er tvískiptur. Til vinstri er rauða ljónið sem greifarnir af Hollandi höfðu notað allt frá 13. öld. Til hægri eru tvö gyllt ljón, en þau eru merki Vestur-Fríslands, sem í dag er nyrsti hluti Norður-Hollands. Fáninn samanstendur af þremur láréttum röndum: Gulri, rauðri og blárri. Hann var ekki tekinn upp fyrr en 22. október 1958. Litirnir voru teknir upp úr skjaldarmerkinu. Guli liturinn er gylltur í skjaldarmerkinu.

Holland hét upphaflega Holtland (eða Holtlant), sem merkir skógarland. Það var ekki fyrr en 1840 að fylkið Holland skiptist í tvennt, þ.e. í Norður-Holland og Suður-Holland, og voru heitin smíðuð á því ári.

Söguágrip

[breyta | breyta frumkóða]

Í gegnum aldirnar var fylkið Holland eitt fremsta og auðugasta fylki Niðurlanda og var stjórnað af greifunum af Hollandi. Í sjálfstæðisbaráttu landsins á 16. og 17. öld hafði fylkið sig hvað mest frammi. Það var að sama skapi stærsta fylki landsins þegar Holland varð að sjálfstæðu ríki. Þetta varð til þess að heiti fylkisins var gjarnan notað fyrir landið allt. Þegar Frakkar hertóku Holland 1795, skiptu þeir fylkinu í fimm einingar (département). En 1807 var þessum einingum breytt í tvö svæði. Norðurhlutinn kallaðist Amstelland og suðurhlutinn Maasland. Þegar Frakkar hurfu úr Niðurlöndum 1813 voru hlutarnir sameinaðir aftur en yfir þá voru settir tveir ríkisstjórar, einn fyrir norðursvæðið og hinn fyrir suðursvæðið. Þegar stjórnarskrá landsins var endurnýjuð 1840 var ákveðið að aðgreina svæðin varanlega. Þannig mynduðust Norður-Holland með Haarlem að höfuðborg og Suður-Holland með Haag að höfuðborg.

Stærstu borgir Norður-Hollands:

Röð Borg Íbúar Ath.
1 Amsterdam 780 þúsund Höfuðborg Hollands
2 Haarlem 150 þúsund Höfuðborg Norður-Hollands
3 Zaanstad 146 þúsund
4 Haarlemmermeer 143 þúsund
5 Alkmaar 93 þúsund
6 Hilversum 85 þúsund
7 Amstelveen 81 þúsund
8 Purmerend 79 þúsund
9 Hoorn 70 þúsund
10 Velsen 67 þúsund
11 Den Helder 57 þúsund
12 Heerhugowaard 51 þúsund

Fyrirmynd greinarinnar var „Noord-Holland“ á hollensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. september 2011.