[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Mynt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mynt er skífa úr málmi sem hefur fjárhagslegt virði, þannig að hægt er að nota hana sem greiðslumáta.

Fyrstu myntirnar voru gerðar úr náttúrulegri blöndu af gulli og silfri sem heitir elektrum. Virði myntar réðst af þyngdinni á henni en hún hafði líka svokallað raunvirði, það er virði á efninu sem hún var gerð úr. Síðar voru myntir gerðar úr hreinu gulli eða silfri. Í dag hafa myntir ekki talsvert raunvirði en eru þess í stað tákn á virðinu.

Sumir hafa áhuga á að safna myntum en fræðigreinin sem fjallar um myntir heitir myntfræði.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.