[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Loðvík Filippus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldarmerki Orléans-ætt Frakkakonungur
Orléans-ætt
Loðvík Filippus
Loðvík Filippus
Ríkisár 9. ágúst 183024. febrúar 1848
SkírnarnafnLouis Philippe d'Orléans
Fæddur6. október 1773
 Palais-Royal, París, Frakklandi
Dáinn26. ágúst 1850 (76 ára)
 Claremont, Surrey, Englandi, Bretlandi
GröfChapelle royale de Dreux
Undirskrift
Konungsfjölskyldan
Faðir Loðvík Filippus 2. hertogi af Orléans
Móðir Louise Marie Adélaïde de Bourbon, hertogaynja af Orléans
DrottningMaria Amalia af Napólí og Sikiley
BörnFerdinand Philippe, Louise, Marie, Louis, Clémentine, François, Charles, Henri, Antoine

Loðvík Filippus (6. október 177326. ágúst 1850) var síðasti konungur Frakklands frá 1830 til 1848 í því sem var kallað júlíríkið. Hann var annar og síðasti konungurinn sem ríkti yfir Frakklandi með titlinum „konungur Frakka“ (roi des Français) fremur en „konungur Frakklands“. Loðvík Filippus var ekki eins íhaldssamur og forverar hans og í honum birtist mjög nýstárleg túlkun á einvaldshlutverki Frakklands.

Loðvík Filippus hafði á ævi sinni borið ýmsa titla: Hann var hertogi af Valois (1773-1785), hertogi af Chartres (1785-1793) og loks hertogi af Orléans (1793-1830) áður en hann varð konungur árið 1830 þegar frænda hans, Karli 10., var steypt af stóli í júlíbyltingunni.

Á átján ára valdatíð Loðvíks Filippusar áttu sér stað miklar samfélags-, efnahags- og stjórnmálaumbreytingar í Frakklandi. Loðvík Filippus reyndi að friðþægja sundurleita þjóð sína með ýmsum ráðum: Á valdatíð hans var komið á þingræði og miðstéttinni var hleypt inn í framleiðslu- og fjárfestingaiðnaðinn, sem jók hagvöxt í Frakklandi og ýtti undir iðnbyltinguna þar í landi. Hann hvatti auk þess til vinsamlegra sambands við Breta og til útþenslu nýlenduveldis Frakka, þ. á m. til Alsír. Þó entist júlíríkið ekki lengur en fram til ársins 1848, en þar er m.a. um að kenna versnandi hag verkamannastéttarinnar og skilningsleysi valdastéttanna gagnvart óskum fransks almennings. Loðvík Filippus hafði reynst mun íhaldssamari en byltingarmennirnir sem komu honum til valda vonuðust eftir, sérstaklega á valdatíma ráðherrans François Guizot frá 1840–48. Loðvík Filippus neyddist til að segja af sér árið 1848 í kjölfar nýrrar byltingar og flutti í útlegð til Bretlands, þar sem hann dó tveimur árum síðar.


Fyrirrennari:
Karl 10.
Frakkakonungur
(9. ágúst 183024. febrúar 1848)
Eftirmaður:
Enginn; konungsríkið leyst upp


  Þetta æviágrip sem tengist sögu og Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.