[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Braghvíld

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Í bragfræði er braghvíld (caesura) örstutt en skýrt hlé eða málhvíld í lestri ljóðlínu. Braghvíld táknar ósýnilegan „skurð“ (lat. caesura) milli orða/kveða í braglínuna sem klýfur línuna í tvennt. Braghvíld getur verið auðkennd með ýmsum hætti, til dæmis „||“ eða „//“.

Braghvíld var algeng í latneskum og grískum kveðskap, meðal annars í braglínum undir fimmliðahætti (pentametri) og sexliðahætti (hexametri).