1923
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1923 (MCMXXIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 15. febrúar - Ingibjörg H. Bjarnason tekur sæti á Alþingi, fyrst kvenna.
- 19. apríl - Alþýðubókasafn Reykjavíkur (síðar Borgarbókasafnið) tekur til starfa.
- 1. maí - Kröfuganga farin í fyrsta skipti á Íslandi á baráttudegi verkalýðsins.
- 17. júní - Ævintýri Jóns og Gvendar, fyrsta alíslenska kvikmyndin er sýnd í Nýja bíói.
- 23. júní -
- Listasafn Einars Jónssonar, fyrsta listasafn á Íslandi, er vígt.
- Almenningsgarðurinn Hellisgerði er vígður í Hafnarfirði.
- 27. október - Alþingiskosningar haldnar.
- Húseigendafélagið er stofnað.
- Borgaraflokkurinn (eldri), kosningabandalag borgaralegu aflanna fyrir Alþingiskosningarnar, er stofnaður. Flokkurinn Sparnaðarbandalagið er lagður niður.
- Skutull, málgagn alþýðuflokksmanna er gefið fyrst út.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 5. febrúar - Friðjón Þórðarson, alþingismaður og ráðherra (d. 2009).
- 23. mars - Baldvin Halldórsson, leikari (d. 2007).
- 9. maí - Stefán Jónsson, rithöfundur og alþingismaður (d. 1990).
- 28. maí - Jónas Árnason, rithöfundur og alþingismaður (d. 1998).
- 3. júní - Pálmi Jónsson, stofnandi Hagkaupa (d. 1991).
- 21. júlí - Tómas Árnason, alþingismaður og ráðherra (d. 2014)
- 13. ágúst - Páll Bergþórsson, veðurfræðingur.
- 16. ágúst - Róbert Arnfinnsson, leikari. (d. 2013)
- 1. október - Hafsteinn Guðmundsson, íþróttakennari og æskulýðsfrömuður.
- 5. október - Albert Guðmundsson, knattspyrnu- og stjórnmálamaður (d. 1994).
- 15. október - Herdís Þorvaldsdóttir, leikkona. (d. 2013)
- 28. október - Margrét Indriðadóttir, fréttastjóri RÚV (d. 2016)
- 4. nóvember - Gunnar Huseby, tvöfaldur Evrópumeistari í kúluvarpi (d. 1995).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - BBC hóf reglubundnar útvarpsútsendingar.
- 11. janúar - Franskar og belgískar hersveitir hernámu Ruhr-hérað til að þvinga Þjóðverja til að standa við greiðslu stríðsskaðabóta.
- 2. mars - Bandaríska fréttatímaritið Time kom út í fyrsta sinn.
- 19. apríl - Hjalmar Branting sagði af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar.
- 28. apríl - Wembley-leikvangurinn opnaði í London.
- Bonar Law, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér vegna heilsubrests. Stanley Baldwin tók við embættinu.
- 23. maí - IRA lýsti yfir vopnahléi. Þar með lauk borgarastyrjöldinni á Írlandi.
- 9. júní - Herinn tók við völdum í Búlgaríu. Forsætisráðherranum Aleksandar Stamboliyski var steypt af stóli og hann stuttu síðar tekinn af lífi.
- 18. júní - Etna gaus á Ítalíu; 60.000 urðu heimilislaus.
- 13. júlí - Hollywood-skiltið var sett upp.
- 15. júlí - Warren G. Harding forseti BNA rak síðasta fleyg í teina milli Fairbanks og Seward og Alaska-lestarkerfið var klárað.
- 20. júlí - Pancho Villa, mexíkóskur byltingarleiðtogi, var tekinn af lífi í Chihuahua.
- 2. ágúst - Calvin Coolidge varaforseti tók við sem 30. forseti Bandaríkjanna þegar Warren G. Harding lést í embætti.
- 11. ágúst - Fyrstu steingervingar af snareðlu fundust í Góbíeyðimörkinni, Mongólíu.
- 1. september - Geysiharður jarðskjálfti, 7.9 á Richter, skók Tokyo og Yokohama í Japan. Um 140.000 manns létust í skjálftanum og miklum eldsvoða sem fylgdi í kjölfar hans. Þúsundir létust einnig í kjölfarið í óeirðum þar sem Kóreubúar í Japan voru myrtir.
- 13. september - Valdarán hersins á Spáni. Miguel Primo de Rivera varð einræðisherra.
- 29. september - Umboðsstjórn Breta í Palestínu: Bretar taka formlega við stjórn Palestínu.
- 13. október - Ankara varð höfuðborg Tyrklands. Kemal Atatürk var stuttu síðar kosinn fyrsti forseti landsins.
- 16. október - Walt Disney-fyrirtækið stofnað.
- 29. október - Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1923 hófst.
- 8. nóvember - Bjórkjallarauppreisnin í München. Adolf Hitler gerði misheppnaða tilraun til að bylta þýsku stjórninni.
- 15. nóvember - Óðaverðbólgan í Þýskalandi náði hámarki; fyrir einn Bandaríkjadollar fengust 4.200.000.000.000 þýsk mörk. Ríkisstjórn Stresemanns felldi gamla markið úr gildi og tók upp nýjan gjaldmiðil.
- 6. desember - Þingkosningar í Bretlandi. Enginn flokkur fékk hreinan meirihluta en Verkamannaflokkurinn myndaði skammlífa minnihlutastjórn.
- Skáldsagan Góði dátinn Svejk kom út í fyrsta sinn. Höfundurinn, Jaroslav Hasek, var þá nýlátinn.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 31. janúar - Norman Mailer, bandarískur rithöfundur (d. 2007).
- 1. maí - Joseph Heller, bandarískur rithöfundur (d. 1999).
- 26. maí - Horst Tappert, þýskur leikari, þekktastur fyrir þættina um Derrick (d. 2008).
- 27. maí - Henry Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkjanna (d. 2023).
- 31. maí - Rainier III, fursti af Mónakó (d. 2005).
- 22. júlí - Bob Dole, bandarískur stjórnmálamaður (d. 2021).
- 21. ágúst - Shimon Peres, ísraelskur stjórnmálamaður, forsætisráðherra og forseti Ísraels (d. 2016).
- 29. ágúst - Richard Attenborough, breskur leikari (d. 2014).
- 1. september - Rocky Marciano, bandarískur hnefaleikamaður (d. 1969).
- 6. september - Pétur 2. Júgóslavíukonungur (d. 1970).
- 4. október - Charlton Heston, bandarískur leikari (d. 2008).
- 29. október - Roy Lichtenstein, bandarískur myndlistarmaður (d. 1997).
- 20. nóvember - Nadine Gordimer, suður-afrískur rithöfundur (d. 2014).
- 25. nóvember - Mauno Koivisto, 9. forseti Finnlands (d. 2017).
- 2. desember - Maria Callas, grísk sópransöngkona (d. 1977).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 3. janúar - Jaroslav Hasek, tékkneskur rithöfundur (f. 1883).
- 11. janúar - Konstantín 1. Grikklandskonungur (f. 1868).
- 7. febrúar - Frøken Jensen (Kristine Marie Jensen), danskur matreiðslubókahöfundur (f. 1858).
- 10. febrúar - Wilhelm Conrad Röntgen, þýskur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1845).
- 26. mars - Sarah Bernhardt, frönsk leikkona (f. 1844).
- 10. júní - Pierre Loti, franskur rithöfundur og sjóliðsforingi (f. 1850).
- 24. júní - Edith Södergran, finnskur rithöfundur (f. 1892).
- 23. júlí - Pancho Villa, mexíkóskur byltingarforingi (f. 1878).
- 2. ágúst - Warren G. Harding, 29. forseti Bandaríkjanna (f. 1865).
- 30. október - Andrew Bonar Law, breskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (f. 1858).
- 6. desember - Friedrich Julius Rosenbach, þýskur vísindamaður (f. 1842).
- 27. nóvember - Tage Reedtz-Thott, danskur forsætisráðherra (f. 1839).
- 27. desember - Gustave Eiffel, franskur verkfræðingur (f. 1832).
- Eðlisfræði - Robert Andrews Millikan
- Efnafræði - Fritz Pregl
- Læknisfræði - Frederick Grant Banting, John James Richard Macleod
- Bókmenntir - William Butler Yeats
- Friðarverðlaun - Voru ekki veitt þetta árið