1274
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1274 (MCCLXXIV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Lokið við að lögtaka Járnsíðu á Íslandi.
- Fulltrúar íslensku kirkjunnar sóttu kirkjuþingið í Lyon í Frakklandi í fylgd norskra biskupa.
Fædd
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- Magnús lagabætir setti Landslög sín í Noregi.
- 2. ágúst - Játvarður 1. Englandskonungur sneri aftur úr Níundu krossferðinni og var krýndur, tveimur árum eftir að hann var hylltur sem konungur Englands.
- Kirkjuþing haldið í Lyon. Jón erkibiskup í Niðarósi kom heim þaðan með þyrni úr kórónu Krists, sem Filippus Frakkakonungur sendi Magnúsi lagabæti að gjöf og þótti mikill dýrgripur.
- Kirkjuþingið ákvað að innheimta næstu sex ár sérstakan skatt til að standa straum af kostnaði við krossferðir.
- Gregoríus X páfi ákvað að framvegis skyldu kardínálar lokaðir inni þar til nýr páfi hefði verið kjörinn, enda hafði verið páfalaust í þrjú ár áður en samstaða tókst um kjör hans sjálfs.
- 20. nóvember - Mongólaveldið reyndi í fyrsta sinn að gera innrás í Japan sem mistókst.
- Skakki turninn í Písa byrjaði að hallast, þegar þriðju hæðinni var bætt ofan á hann.
Fædd
- Róbert Bruce, Skotakonungur (d. 1329).
- Eiríkur menved, Danakonungur (d. 1319).
Dáin
- 7. mars - Tómas af Aquino, ítalskur guðfræðingur og dýrlingur (f. um 1225).
- 15. júlí - Bonaventure, ítalskur guðfræðingur og dýrlingur (f. 1221).
- 15. ágúst - Robert de Sorbon, franskur guðfræðingur og stofnandi Sorbonne-háskóla (f. 1201).