1198
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1198 (MCXCVIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 20. júlí - Áheit voru leyfð á Þorlák Þórhallsson á Íslandi og bein hans tekin upp.
- Samkvæmt tollskrám Rúðuborgar kom þangað þetta ár íslenskt skip með ullarfarm.
- Jón Loftsson var vígður ábóti í Þykkvabæjarklaustri.
Fædd
- Tumi Sighvatsson eldri, sonur Sighvats Sturlusonar (d. 1222).
Dáin
- Sigmundur Ormsson, goðorðsmaður á Valþjófsstað.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- Maí - Friðrik 2., síðar keisari, krýndur konungur Sikileyjar, þriggja ára að aldri. Móðir hans, Konstansa af Sikiley, stýrði ríkinu en hún dó í nóvember sama ár.
- 22. febrúar - Innósentíus III (Lotario dei Conti di Segni) varð páfi.
- Október - Innósentíus III lýsti Noreg allan í bann og ásakaði Sverri konung um skjalafals.
Fædd
- 24. ágúst - Alexander 2. Skotakonungur (d. 1249).
- Ferdínand 3. af Kastilíu (d. 1252).
Dáin
- 8. janúar - Selestínus 3. páfi.
- 11. mars - María, greifynja af Champagne, dóttir Loðvíks 7. og Elinóru af Akvitaníu (f. 1145)
- 1. september - Dulce, drottning Portúgals, kona Sanchos 1. Portúgalskonungs (f. 1160).
- 27. nóvember - Konstansa af Sikiley, keisaraynja, kona Hinriks 6. keisara (f. 1154).
- 11. desember - Averróes, spænsk-marokkóskur heimspekingur (f. 1126).
- Alix, greifynja af Blois, greifynja af Blois, dóttir Loðvíks 7. og Elinóru af Akvitaníu (f. 1150).
- Vilhjálmur 3., konungur Sikileyjar (f. 1190).
- Soffía af Minsk, drottning Danmerkur, kona Valdimars mikla (f. um 1140).