[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

marglytta

Pending
Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „marglytta“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall marglytta marglyttan marglyttur marglytturnar
Þolfall marglyttu marglyttuna marglyttur marglytturnar
Þágufall marglyttu marglyttunni marglyttum marglyttunum
Eignarfall marglyttu marglyttunnar marglytta marglyttanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

marglytta (kvenkyn); veik beyging

[1] Marglyttur er flokkur holdýra (Scyphoza) sem eru hlaupkenndar og skálarlaga og eru með eitt munnop. Holdýr skiptast í tvo flokka hveljur og holsepa, og eru marglyttur hveljur.
Samheiti
[1] staðbundið málfar: marglot, illa, skollaskyrpa, skollahráki, í fornu máli kölluð: glytta
Sjá einnig, samanber
marglyttulús, brennihvelja
Dæmi
[1] Marglyttur hafa griparma í kringum munninn og á gripörmunum eru stingfrumur eða brennifrumur sem marglytturnar nota til þess að drepa sér til matar eða til að vernda sig.

Þýðingar

Tilvísun

Marglytta er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „marglytta