[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Umskiptingur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Umskiptingur er vera í íslenskum þjóðsögum. Hann kemur þannig til, að álfar nema á brott mennskt smábarn sem er skilið eftir eftirlitslaust en skilja í staðinn eftir gamlan álfakarl sem þeir bregða í líki mennsks barns, og nefnist þá umskiptingur. Umskiptingurinn er jafnan ódæll mjög, hrín og lætur illa. Húsráðið til að losna við hann var að hýða hann duglega, þá kom álfkonan til að forða álfakarlinum og skilaði smábarninu sem hún hafði tekið. Annað húsráð var að gera álfakarlinn dulbúna svo hissa að hann talaði af sér og kæmi þannig upp um sig. Þá var hann flengdur þangað til mennska barninu var skilað aftur.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.