Toyota Corolla
Útlit
Toyota Corolla er tegund af bíl sem japanski bílaframleiðandinn Toyota Motor framleiðir og markaðssetur á heimsvísu. Corolla var kynntur til sögunnar árið 1966 og var mest seldi bíllinn í heiminum árið 1974 og hefur síðan þá verið einn mest seldi bíll heims á hverju ári. Árið 2021 náði Toyota þeim áfanga að hafa selt 50 milljónir Corolla bíla frá því bíllinn var fyrst kynntur til sögunnar rúmum 50 árum áður.[1]
Árið 1955 setti Toyota á markað bíl sem nefndur var "Toyota Crown", nokkrar afleiddar tegundir (Scepter (tiltekin hluti kórónu), Cresta, Cramny (japanska fyrir lítil kóróna)) hafa þannig líka afleidd heiti, en -Corolla er tekið úr latínu og merkir lítil kóróna.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „A Quick Look Back on the Corolla's 55-Year History with Over 50 Million Customers“. Toyota Times. 13. ágúst 2021. Afrit af uppruna á 13. ágúst 2021. Sótt 13. ágúst 2021.