Tacoma
Tacoma er borg í Washingtonfylki Bandaríkjanna. Borgin er 51 kílómetra suður af Seattle við Puget-sund. Borgin er sú þriðja stærsta í fylkinu með um 208.000 íbúa (2015). Tacoma er frumbyggjanafn yfir fjallið Mount Rainier.
Uppruna borgarinnar má rekja til Svíans Nicolas Delins sem byggði sögunarmyllu sem knúin var með vatnsafli árið 1852. Árið 1864 var byggt pósthús og 1887 var endastöð norður-Kyrrahafslestarinnar lögð þangað. Frá 1880 til 1890 fór íbúafjöldinn frá um 1000 manns yfir í 36.000.
Frá 1990 hefur miðbærinn verið verið í enduruppbyggingu. Ný söfn eins og Washington State History Museum (1996), The Museum of Glass (2002), Tacoma Art Museum (2013) og America's Car Museum (2011) hafa verið byggð.
Höfnin í Tacoma er ein sú stærsta á norðvestur-Kyrrahafssvæðinu.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Tacoma, Washington“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 7. feb. 2017.