[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

TCP/IP

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

TCP/IP er tungumál internetsins og þar með flestra tölvusamskipta almennt.

Hvað er TCP/IP

[breyta | breyta frumkóða]

TCP/IP er samansafn af samskiptastöðlum sem eru hvað þekktastir fyrir að þjóna internetinu. Í TCP/IP eru fjölmargir staðlar en þeir sem mest eru notaðir munu vera TCP og IP og þaðan fær þetta samskiptastaðlasafn nafn sitt.

TCP/IP er lagskipt í fimm hluta og er hver staðall innan TCP/IP á einhverju þessara fimm laga. Til þess að hefja samskipti yfir TCP/IP þarf að byrja á að eiga samskipti við efsta lag staðalins sem síðan á samskipti við næsta lag fyrir neðan sig uns öll lög hafa verið notuð og hleður þarmeð upp samskiptastafla þar til pakki með þessum upplýsingum er sendur frá tölvunni. Þegar að pakki rennur í hlaðið á áfangastað þarf móttakandi tölva að afpakka upplýsingunum og lesa hvert lag fyrir sig, þangað til að efsta lagi er náð á ný.

Saga TCP/IP

[breyta | breyta frumkóða]

Flestar meiriháttar tækniframfarir í sögu mannsins hafa tengst stríði á einn eða annan hátt og sú er einnig raunin með TCP/IP. Á dögum kalda stríðsins á sjöunda áratugnum var mikil hræðsla við kjarnorkustyrjöld í Bandaríkjunum og víðar. Í ljósi þess og aukinnar tölvunotkunar í hernaði, hófu Bandaríkjamenn að gera tilraunir með gagnasendingar um tölvunet. Markmiðið var að hanna tölvunet sem gæti staðist kjarnorkustyrjöld - að netið virkaði þó einstakir hlutar þess eyðilögðust. Í upphafi voru þetta fjórar tölvumiðstöðvar, hver í sínum hluta Bandaríkjanna, sem voru tengdar saman á þennan hátt. Þarna varð til sá staðall sem er grunnurinn að Internetinu, svokallaður TCP/IP staðall.

Fimm laga TCP/IP staðall

[breyta | breyta frumkóða]
Yfirlit helstu staðla hvers lags TCP/IP
Heiti lags Staðlar
Hugbúnaður (e. Application) DNS • TFTP • TLS/SSL • FTP • HTTP • IMAP • IRC • NNTP • POP3 • SIP • SMTP • SNMP • SSH • TELNET • ECHO • BitTorrent • RTP • PNRP • …
Flutnings (e. Transport) TCP • UDP • DCCP • SCTP • IL • RUDP • …
Net (Network) IP (IPv4 • IPv6) • ARP • RARP • ICMP • IGMP • RSVP • IPsec • …
Gagna grein (e. Data link) ATM • DTM • Íðnet (Ethernet) • FDDI • Frame Relay • GPRS • PPP • …
Raunlægt (e. Physical) ISDN • Modems • PLC • SONET/SDH • G.709 • Wi-Fi • …