[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Strandreyr

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Strandreyr

Ástand stofns

Öruggt (TNC)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Angiospermae)
Flokkur: Einkímblöðungar (Monocotyledons)
Ættbálkur: Grasbálkur (Poales)
Ætt: Grasaætt (Poaceae)
Ættkvísl: Phalaris
Tegund:
P. arundinacea

Tvínefni
Phalaris arundinacea
L.
Tvílitt afbrigði af Phalaris arundinacea í Islington College, Nepal

Strandreyr (fræðiheiti: Phalaris arundinacea) er hávaxið gras sem oft myndar þéttar breiður við ár og læki og á öðrum votlendissvæðum í heimkynnum sínum, en tegundin er útbreidd í Evrópu, Asíu, norður Afríku og Norður-Ameríku.[1][2]

Stönglarnir geta náð 2 m hæð.[3] Blöðin eru yfirleitt græn, en geta verið mislit. Punturinn er að 30 sm langur.[3] Öxin eru ljósgræn, oft með dekkri rákum.[4] Þetta er fjölært gras sem breiðist út með jarðstönglum.[3]

Nokkur afbrigði eru í ræktun í görðum með tví eða þrílit blöð; stundum nefnd randagras – svo sem 'Picta', 'Castor' og 'Feesey'. Það seinna er með bleikum blæ á blöðunum.[5] Það er þurrkþolið, en vex best í nægu vatni og jafnvel sem tjarnargróður.[5]

Úr Plants for a Future (pfaf.org): Ætir hlutar: blöð; rót; fræ; stöngull.

P. arundinacea er einnig ræktað sem dýrafóður, ýmist til beitar eða í hey.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. "Phalaris arundinacea" Geymt 27 júní 2020 í Wayback Machine. Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA).
  2. Phalaris arundinacea. USDA NRCS Plant Guide.
  3. 3,0 3,1 3,2 Waggy, Melissa, A. 2010. Phalaris arundinacea. In: Fire Effects Information System. U.S. Department of Agriculture, Forest Service, Rocky Mountain Research Station, Fire Sciences Laboratory.
  4. Phalaris arundinacea. Flora of China.
  5. 5,0 5,1 Phalaris arundinacea var. picta 'Feesey'.

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.