[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Sifjaréttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Orðið sifjar eru fornt og táknar skyldleika og tengsl. Sifjarétturinn er kallaður fjölskylduréttur víða en hlaut þetta nafn á íslensku.

Sifjaréttinum er skipt í nokkrar megin greinar. Þær fjalla um hjúskap fólks, sambúð þeirra, um almennan rétt barna og einnig ígrip stjórnvalda samkvæmt barnaverndarrétti. Hér á landi er heildstæð löggjöf á öllum þessum sviðum fyrir utan sambúðarétt.