[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Rembrandt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sjálfsmynd frá 1658.

Rembrandt Harmenszoon van Rijn (15. júlí 16064. október 1669) var hollenskur listmálari sem var uppi á tímabili sem kallað hefur verið Gullöld Hollands. Hann er einkum þekktur fyrir myndir af fólki, persónusköpun og sterkar andstæður ljóss og skugga. Hann fékkst einnig við gerð prentmynda með ætingu. Hann málaði næstum hundrað sjálfsmyndir sem gefa einstaka mynd af því hvernig hann leit út á ólíkum æviskeiðum.

Æviskeið Rembrandts

[breyta | breyta frumkóða]

Rembrandt var fimmta barn málarans Harmens Gerritz(son) van Rijn. Börn hans voru allt í allt níu talsins. Þann 20. maí 1620 innritaðist Rembrandt í bókmennta- og heimspekideild háskólans í Leyden, fæðingarborg sinni í Hollandi. Hann var þá sextán ára. Háskólavistin varð þó ekki löng, því þegar á árinu 1621 er Rembrandt skráður lærisveinn í málarastofu Jacobs Izaacs Swaneburg. Tveimur árum síðar hélt hann í framhaldsnám til Amsterdam hjá Pieter Lastmann og ef til vill einnig hjá Jan Pijnas.

Árið 1625 kom hann aftur til heimaborgar sinnar og opnaði málarastofu í félagi við jafnaldra sinn, Jan Lievens, og öðlaðist fljótt talsverðan frama. Árið 1632 sest hann að í húsi málarans, listaverkasalans og útgefandans Heyndricks Uylenburchs í Amsterdam. Tveimur árum seinna, eða árið 1634, kvænist hann Saskiu, auðgri dóttur Rombertus van Uylenbuchs, borgarráðsmans í Leewarden og mági Heyndricks. Þau höfðu þá verið trúlofuð frá því í júní árið áður. 1639 keypti Rembrandt stórglæsilegt íbúðarhús þar sem nú heitir Jodenbreestraat fyrir 13 þúsund flórínur. Húsið er enn til staðar og hýsir nú hið litla Rembrandtsafn, kallað Rembrandtshuis.

Árið 1642, þann 5. júní, lést eiginkona hans, Saskia, og lætur eftir sig soninn Titus, sem fæddist í september árið áður. Rembrandt lét gera grafhvelfingu yfir hana í Oude Kerk (Gömlu kirkju). Árið eftir, 1643, réð hann til sín Geerthge Dircx sem barnfóstru Títusar. Milli þeirra þróaðist síðan samband, sem lauk árið 1649. Sama ár hóf Hendrickjie Stoffels, 23 ára gömul þjónustustúlka störf hjá Rembrandt. Árið 1654 var Rembrandt margsinnis kvaddur fyrir rétt til að svara til saka fyrir að hafa tekið sér Hendrickjie fyrir ástkonu. Hún hlaut þungar áminningar og var bönnuð altarisganga. Um líkt leyti fór að halla undan fæti hjá Rembrandt og fjárhagskröggur að hrjá hann.

Á árunum 1656-7 lét Rembrandt selja eignir sínar á uppboði og fékk sér minna og yfirlætislausara húsnæði í Rosengraacht. Árið 1661 lést Hendrickje og átta árum síðar 1669 lést Rembrandt sjálfur, 63 ára gamall.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.