[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Rand Paul

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rand Paul
Öldungadeildarþingmaður fyrir Kentucky
Núverandi
Tók við embætti
3. janúar 2011
Persónulegar upplýsingar
Fæddur7. janúar 1963 (1963-01-07) (61 árs)
Pittsburgh, Pennsylvaníu, Bandaríkjunum
StjórnmálaflokkurRepúblikanaflokkurinn
MakiKelley Ashby ​(g. 1990)
Börn3
ForeldrarRon Paul og Carol Paul
HáskóliBaylor-háskóli
Duke-háskóli
StarfLæknir, stjórnmálamaður
Undirskrift

Randal Howard „Rand“ Paul (fæddur 7. janúar 1963) er bandarískur og öldungadeildarþingmaður. Hann er meðlimur Repúblikanaflokksins og er sonur repúblikanans Rons Paul

Paul er fæddur í Pennsylvaníu en ólst upp í Texas. Hann nam við Baylor University í Waco Texas frá 1981 til 1984 en flutti sig í Duke University School of Medicine og útskrifaðist þaðan 1988 með M.D.-gráðu. Hann er kvæntur Kelley Rand og eiga þau þrjá syni.

Stjórnmál

[breyta | breyta frumkóða]

Paul stofnaði Kentucky Taxpayers United (KTU) árið 1994 og var einnig formaður félagsins. Samtökin hvetja stjórnmálamenn til að koma í veg fyrir skattahækkanir. Paul kom fram fyrir hönd föður síns Ron Paul öldungadeildarþingmanns í aðdraganda kosninganna 2008

Framboð til öldungadeildar

[breyta | breyta frumkóða]

Í upphafi árs 2009 kom Paul til greina sem arftaki öldungadeildarþingmannsins Jim Bunning og staðfesti hann framboð sitt í ágúst sama ár. Hann sigraði Trey Greyson í prófkjöri Repúblikana 18. maí 2010 og sigraði loks frambjóðanda demókrata Jack Conway í kosningunum 2. nóvember 2010.

Rand Paul er gagnrýninn á utanríkisstefnu Bandaríkjanna og hefur talað gegn stríðsrekstri og fjárframlögum til hersins. Hann hefur barist hart gegn skattahækkunum. Paul er í öllum kringumstæðum andsnúinn fóstureyðingum en er hlynntur notkun neyðarpillunnar. Hann tekur afstöðu gegn alríkinu í málinu og vill að hvert ríki hafi kost á að setja lög sem banni fóstureyðingar. Hann er andsnúinn lögum sem gera löggæslu kleift að framkvæma leit án heimildar eða úrskurðar. Þá er hann andstæðingur Federal Reserve Act sem segir til um miðstýrðan seðlabanka sem geti haft áhrif á vexti í landinu. Hann vill að ríki hafi frekari kost á að setja reglur í menntastefnu og vill setja af alríkislög varðandi menntun og heimakennslu. Hann er einnig á móti niðurgreiðslu til orkufyrirtækja en myndi kjósa að veita skattafrádrátt þeim fyrirtækjum sem framleiði vistvæna orku.

Paul er andsnúinn niðurgreiðslu til heilbrigðisgeirans og heldur því fram til stuðnings að ríkið hafi gert heilbrigðisgeirann óskilvirkan, kostnaður hafi aukist og gæði minnkað. Hann vill að komið verði upp auknu landamæraeftirliti og að börn ólöglegra innflytjenda verði ekki sjálfkrafa ríkisborgarar. Hann vill einnig takmarka regluverk varðandi skotvopn og segir takmarkanir vera brot á annarri breytingu stjórnarskrárinnar. Hann telur að ríki ættu að fá að ráða hvort maríjúana yrði leyfilegt í lækningaskyni og þá ættu ríkin einnig að fá að ráða hvort samkynhneigðir fái að ganga í hjónaband.

Hneykslismál

[breyta | breyta frumkóða]

Paul titlaði sig löggiltan augnlækni en í raun hafði leyfi hans runnið út árið 2005. Paul hafði stofnað sitt eigið hagsmunafélag augnlækna sem Augnlæknafélag Bandaríkjanna viðurkennir þó ekki. Hann hefur hinsvegar lýst sig andvígan þeirri miðstýringu sem slíkt félag hafi yfir stéttinni og kveðst ávalt hafa verið andvígur slíkri miðstýringu og hafi því neyðst til að grípa til eigin ráða. Hann var einnig gagnrýndur fyrir að hafa verið í bræðrafélagi á meðan hann nam við Baylor University en félagið hafði á þeim tíma verið rekið úr skólanum fyrir mikla hörku og ofbeldi.

  Þessi æviágripsgrein sem tengist stjórnmálum og Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.