[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Réttarvatn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Réttarvatn er stöðuvatn á Arnarvatnsheiði. Réttarvatn er 2,1 km² og dýpst um 2 m. Vatnið er í 549 m hæð yfir sjó. Úr Réttarvatni rennur Skammá í Arnarvatn stóra. Vatnið er talið eitt af bestu veiðivötnunum á Arnarvatnsheiði.

Kveðskapur

[breyta | breyta frumkóða]

Um vatnið orti Jónas Hallgrímsson

Réttarvatn
Efst á Arnarvatnshæðum
oft hef eg klári beitt;
þar er allt þakið í vötnum,
þar heitir Réttarvatn eitt.
Og undir Norðurásnum
er ofurlítil tó,
og lækur líður þar niður
um lágan Hvannamó.
Á öngum stað eg uni
eins vel og þessum mér;
ískaldur Eiríksjökull
veit allt sem talað er hér.