[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Áttavitinn (stjörnumerki)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Pyxis)
Stjörnumerkið Áttavitinn.

Áttavitinn (latína: Pyxis) er lítið og dauft stjörnumerki á suðurhimni sem Nicolas-Louis de Lacaille lýsti fyrstur á 18. öld. Áður var það hluti af aflagða stjörnumerkinu Argóarfarinu sem Kládíos Ptólemajos lýsti á 2. öld. Björtustu stjörnur þess, Alfa Pyxidis, Beta Pyxidis og Gamma Pyxidis, mynda nokkuð beina línu. Alfa Pyxidis er bláhvít stjarna, 3,67 að styrk, sem er um 10.000 sinnum bjartari en sólin.

  Þessi stjörnufræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.