[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Popocatépetl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Popocatépetl.

Popocatépetl er eldkeila á mörkum héraðanna Puebla, Morelos og Mexíkó í mið-Mexíkó. Það er um 70 km suðaustur af Mexíkóborg. Fjallið er 5.426 metra hátt og er næsthæsta fjall landsins á eftir Citlaltépetl (Pico de Orizaba). Iztaccihuatl er eldfjall sem er nálægt Popocatépetl og er stundum talað um tvíburatindana.

Nafnið er komið úr nahúatl og þýðir popōca reykur og tepētl fjall. Hraun úr fjallinu er mestmegnis andesít og dasít.

1363, 1509, 1512, 1519–1528, 1530, 1539, 1540, 1548, 1562–1570, 1571, 1592, 1642, 1663, 1664, 1665, 1697, 1720, 1802, 1919, 1923, 1925, 1933, 1947, 1994, 2000, 2005, 2012-2020, 2022

  • Árið 2000 var stærsta gos í fjallinu í 1200 ár og tugþúsundir flýðu heimili sín.