[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

OMIM

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

OMIM eða Online Mendelian Inheritance in Man er opinn vefur um mendelska eiginleika mannsins. Þetta er skráð vörumerki hjá Johns Hopkins háskólanum og er viðhaldið af NCBI. Þetta er gagnagrunnur sem heldur utan um upplýsingar um sambönd milli svipgerða og arfgerða. Gagngrunnurinn á rót sína í uppflettibækur um erfðir mannsins (MIM). Gagnagrunnurinn inniheldur texta upplýsingar um gen, stökkbreytingar, áhrif þeirra, sjúkdóma og vitanlega tilvísanir í frumheimildir.