Niki Lauda
Útlit
Andreas Nikolaus „Niki“ Lauda (22. febrúar 1949 – 20. maí 2019) var austurrískur viðskiptamaður og fyrrverandi kappakstursökumaður. Hann keppti í Formúlu eitt á sjöunda og sjötta áratugnum fyrir March, BRM, Brabham, Ferrari og McLaren liðin. Hann varð þrisvar sinnum heimsmeistari - einu sinni með McLaren og tvisvar með Ferrari. Niki Lauda stofnaði flugfélag; Lauda Air á síðustu öld og rekur það ennþá en er enn viðriðinn mótorsport. Hann var liðsstjóri Jaguar liðsins árið 2001 til 2002. Sonur Niki Lauda er farinn að gera það gott í mótorsporti og er hann á stöðugri uppleið.
Niki Lauda lenti í slysi árið 1976 þar sem hann brenndist mjög á andliti. Hann var frá í tvö mót en kom svo aftur til að berjast um titilinn við James Hunt.