[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Maccabi Tel Aviv

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Maccabi Tel Aviv Football Club
(Maccabi Knattspyrnufélag Tel Aviv)
Fullt nafn Maccabi Tel Aviv Football Club
(Maccabi Knattspyrnufélag Tel Aviv)
Stytt nafn Macabi
Stofnað 1906 (sem HaRishon LeZion-Yaffo)
Leikvöllur Bloomfield Stadium, Tel Avív
Stærð 29.400
Stjórnarformaður Jack Angelides
Knattspyrnustjóri Vladimir Ivić
Deild Ísraelska úrvalsdeildin
2023-24 1. sæti
Heimabúningur
Útibúningur


Maccabi Tel Aviv Football Club er Ísraelskt knattspyrnufélag frá borginni Tel Avív, og hluti af Maccabi-samtökunum. Mörg íþróttafélög og lið í Tel Aviv eru í tengslum við Maccabi og keppa í ýmsum íþróttagreinum, svo sem knattspyrnu körfubolta, júdó, sund, Handbolta og fleiri greinum. Félagið var stofnað árið 1906 (sem HaRishon Le Zion-Yafo), en eftir að félagið flutti sig til Tel Avív breyttu þeir nafni félgsins í Maccabi Tel Aviv. Merking nafnsins Maccabi er – 'Það er engin eins og þú meðal guða' – , í merki félagsins er stjarna Davíðs sem tákn um Gyðinglegan uppruna félagsins. Maccabi Tel Aviv hafa unnið langflesta titla allra ísraelskra félaga eða 23 talsins. Maccabi Tel Aviv er eina félagið í Ísrael sem hefur aldrei fallið niður um deild og eitt af þremur Ísraelskum félögum sem tekist hefur komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Einn Íslendingur hefur leikið fyrir félagið, Viðar Örn Kjartansson,sem lék 62 leiki fyrir þá gulu og skoraði í þeim 32 mörk.

Leikmenn Maccabi Telaviv í myndatöku fyrir leik gegn FC Dynamo Kyiv í Meistaradeild Evrópu
  • Ísraelska Úrvalsdeildin (25): 1935–36, 1936–37, 1941–42, 1946–47, 1949–50, 1951–52, 1953–54, 1955–56, 1957–58, 1966–68, 1969–70, 1971–72, 1976–77, 1978–79, 1991–92, 1994–95, 1995–96, 2002–03, 2012–13, 2013–14, 2014–15, 2018–19, 2019-20, 2023-24
  • Bikarmeistarar (24): 1929, 1930, 1933, 1941, 1946, 1947, 1954, 1955, 1958, 1959, 1964, 1965, 1967, 1970, 1977, 1987, 1988, 1994, 1996, 2001, 2002, 2005, 2015, 2021
  • Asíumeistarar (2): 1968–69, 1970–71