[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Liðvagn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tvískiptur liðvagn í Utrecht.

Liðvagn er liðskipt farartæki fyrir almenningssamgöngur. Slíkir vagnar eru yfirleitt einnar hæðar, en skipt í tvo eða þrjá fasta hluta sem eru tengdir saman með snúningshlekk (lið). Hlekkurinn er umlukinn harmónikubelgjum bæði innan og utan farartækisins og með snúningsplötu á gólfi. Með þessum hætti er hægt að lengja vagnana meira en hægt væri með stífum vagni og þannig auka afkastagetu þeirra.

Hefðbundnir einskiptir liðvagnar eru yfirleitt 18 metrar á lengd (samanborið við 11-14 metra óskipta vagna) og bera yfir 120 farþega miðað við 80-90 í hefðbundnum vögnum. Tvískiptir liðvagnar eru allt að 25 metra langir og geta borið 200 farþega.

Til er fjöldi tegunda af liðvögnum. Dæmi eru Mercedes-Benz Citaro, New Flyer Xcelsior, Van Hool AGG300 og Ikarus 280.

Strætó tók liðvagna í notkun um miðjan 10. áratug 20. aldar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.