Leggöng
Útlit
Leggöng,[1] skeið eða slíður kallast hluti æxlunarfæra kvendýra sem eru göng sem liggja frá leghálsi og ná út úr líkamanum hjá legkökuspendýrum og pokadýrum, en hjá kvenkyns fuglum, nefdýrum og skriðdýrum tengjast leggöngin frá legi að gotraufinni (cloaca). Leggöngin eru gerð út sléttum (hvítum) vöðvavef og taka þátt í æxlun, fæðingu og gangmáli.
Getnaðarlimur karldýrs fer aldrei lengra en inn í skeið en þaðan berst sæði inn fyrir legháls með vöðvasamdráttum. Við fæðingu afkvæmis víkka leggöngin út vegna áhrifa oxytósíns.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „vagina“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. maí 2015. Sótt 10. júlí 2011.