[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Laverne Cox

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Laverne Cox
Cox árið 2014
Fædd29. maí 1972 (1972-05-29) (52 ára)
Störf
  • Leikkona
  • aktívisti
Ár virk2000–núverandi
Vefsíðalavernecox.com

Laverne Cox (f. 29. maí 1972) er bandarísk leikkona og hinsegin aktívisti.[1][2][3] Hún steig fram á sjónarsviðið með hlutverki sínu sem Sophia Burset í Netflix-þáttaröðinni Orange Is the New Black og var fyrsta trans manneskjan sem var tilnefnd til Primetime Emmy-verðlauna í leikaraflokki[4][5] og einnig fyrsta trans manneskjan til að vera tilnefnd til Emmy-verðlauna síðan tónskáldið Angela Morley var tilnefnd árið 1990.[6] Árið 2015 vann hún Daytime Emmy-verðlaun í flokkinum Outstanding Special Class Special sem aðalframleiðandi Laverne Cox Presents: The T Word[7][8] sem gerir hana að fyrstu trans konunni til að vinna verðlaunin.[7] Árið 2017 varð hún fyrsta trans manneskjan sem lék trans persónu í föstu hlutverki í bandarísku sjónvarpi, í hlutverki sínu Cameron Wirth í þáttum CBS, Doubt.[9]

Cox tók þátt í fyrstu þáttaröðinni af raunveruleikaþættinum I Want to Work for Diddy á VH1 sem keppandi og var meðframleiðandi og meðstjórnandi „makeover“-þáttaraðarinnar TRANSform Me á VH1. Í apríl 2014 heiðraði GLAAD Cox með með Stephen F. Kolzak verðlaununum fyrir starf sitt í þágu trans samfélagsins.[10] Í júní 2014 varð Cox fyrsta trans manneskjan til að birtast á forsíðu tímaritsins Time.[4][11][12] Cox er fyrsta trans manneskjan sem birtist á forsíðu tímaritsins Cosmopolitan, í suður-afrískri útgáfu blaðsins, í febrúar 2018.[13] Hún er einnig fyrsta opinberlega trans manneskjan sem á vaxmynd af sér á Madame Tussauds-vaxmyndasafni.[14]

Yngri árin

[breyta | breyta frumkóða]

Cox fæddist í Mobile, Alabama[15] og var alin upp af einstæðri móður og ömmu hennar innan AME Zion-kirkjunnar.[16] Hún á eineggja tvíburabróður, M Lamar,[17] sem lék Sophiu áður en hún kom út sem trans (þá Marcus) í Orange Is the New Black.[18][19][20] Cox hefur lýst því yfir að hún hafi gert sjálfsvígstilraun 11 ára gömul þegar hún uppgötvaði að hún væri skotin í karlkyns bekkjarfélögum sínum og hún hafði verið lögð í einelti í fleiri ár fyrir að haga sér ekki „eins og einhver sem var úthlutað karlkyni við fæðingu ætti að haga sér“.[16][21][22]

Hún útskrifaðist úr Alabama School of Fine Arts í Birmingham, Alabama, þar sem hún lærði skapandi skrif áður en hún skipti yfir í dans.[23] Hún nam síðan í tvö ár við Indiana University Bloomington[24] áður en hún fór yfir í Marymount Manhattan College í New York-borg þar sem hún skipti úr dansi (klassískum ballett nánar tiltekið)[25] yfir í leiklist.[19][26] Í fyrstu þáttaröð hennar á Orange Is the New Black kom hún enn fram á veitingastað á Lower East Side sem dragdrottning, þar sem hún hafði upphaflega sótt um að vinna sem þjónn.[27]

Laverne Cox á PaleyFest 2014 sem fulltrúi Orange is the New Black.

Eftir að hafa keppt í fyrstu þáttaröðinni af I Want to Work for Diddy leitaði VH1 til hennar varðandi hugmyndir að sjónvarpsþáttum.[28] Út úr því kom „makeover-þáttaröðin TRANSform Me, sem gerði Cox að fyrstu afrísk-amerísku trans manneskjunni sem framleiddi og lék í eigin sjónvarpsþætti.[29][30] Báðir þættir voru tilnefndir til GLAAD Media Award í flokki framúrskarandi raunveruleikaþáttar og þegar Diddy vann árið 2009 tók Cox við verðlaununum við athöfnina og hélt ræðu sem San Francisco Sentinel lýsti sem „með þeim áhrifamestu því [hún] minnti okkur á hversu mikilvægt það er að segja okkar sögur, allar okkar sögur.“[31][32][33] Cox hefur einnig leikið í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda, þar á meðal Law & Order: Special Victims Unit, Bored to Death og Musical Chairs.

Árið 2013 fékk Cox reglulegt hlutverk í Netflix-þáttaröðinni Orange is the New Black sem Sophia Burset, trans kona sem var send í fangelsi fyrir kreditkortasvindl. Á því ári sagði hún: „Sophia er skrifuð sem margvíð persóna hvers spor áhorfendur geta virkilega sett sig í – allt í einu finna þeir samúð með alvöru trans manneskju. Og fyrir trans fólk þarna úti sem þarf að sjá fólk eins og það með reynslu eins og það endurspeglað, þá verður það mjög mikilvægt.“[34]

Í janúar 2014 var Cox gestur ásamt Carmen Carrera í sjónvarpsþætti Katie Couric, Katie. Couric kallaði trans fólk „transgenders“ og eftir að Carrera neitaði að svara spurningum um skurðaðgerðir, nánar tiltekið hvers konar kynfæraaðgerð hún hefði undirgengist, beindi hún sömu spurningu að Cox. Cox svaraði á eftirfarandi hátt:

Gæsalappir

I do feel there is a preoccupation with that. The preoccupation with transition and surgery objectifies trans people. And then we don't get to really deal with the real lived experiences. The reality of trans people's lives is that so often we are targets of violence. We experience discrimination disproportionately to the rest of the community. Our unemployment rate is twice the national average; if you are a trans person of color, that rate is four times the national average. The homicide rate is highest among trans women. If we focus on transition, we don't actually get to talk about those things.[35]

— .

Fréttamiðlar á borð við Salon, The Huffington Post og Business Insider fjölluðu um það sem Katie McDonough hjá Salon kallaði glórulausar og nærgöngular spurningar Couric.[36]

Cox var á forsíðu Time þann 9. júní 2014 og var birt viðtal við hana í formi greinarinnar „The Transgender Tipping Point“ eftir Katy Steinmetz. Greinin birtist í áðurnefndu tölublaði og var titill hennar á forsíðu blaðsins. Þannig varð Cox fyrsta trans manneskjan á forsíðu Time.[11][37][38]

Síðar á árinu 2014 varð Cox fyrsta trans manneskjan sem var tilnefnd til Primetime Emmy verðlauna í leikaraflokki, en hún var tilnefnd sem framúrskarandi gestaleikkona í gamanþáttaröð (Outstanding Guest Actress in a Comedy Series) fyrir hlutverk sitt sem Sophia Burset í Orange Is the New Black.[6][39][40] Hún kom einnig fram í tónlistarmyndbandinu við lagið „You & I (Nobody in the World)“ með John Legend.[41]

Cox tók þátt í herferð árið 2014 sem beindist gegn lögum í Phoenix, Arizona, sem heimila lögreglu að handtaka hvern þann sem er grunaður um að „gefa til kynna vændi“ (e. manifesting prostitution) sem að hennar mati beinist gegn lituðum trans konum, í kjölfar sakfellingar aðgerðasinnans (og lituðu trans konunnar) Monicu Jones.[42] Seinna sama ár gaf Sylvia Rivera Law Project út myndband þar sem Cox las bréf frá trans fanganum Synthia China Blast, þar sem fjallað var um algeng vandamál sem trans fangar standa frammi fyrir.[43] Þegar Cox komst að því að Blast hefði verið sakfelld fyrir nauðgun og morð á 13 ára barni árið 1993 skrifaði hún á Tumblr-síðuna sína: „Mér var ekki kunnugt um ákærurnar sem hún var dæmd fyrir. Ef ég hefði vitað af þessum sakarefnum hefði ég aldrei samþykkt að lesa bréfið."[43]

Cox kom fram í árlegu „Rebels“-blaði V síðla árs 2014.[44] Fyrir blaðið bað V frægt fólk og listafólk að tilnefna þau sem það leit á sem sitt persónulega uppreisnarfólk (e. personal rebels) og Natasha Lyonne tilnefndi Cox.[44] Cox var einnig á forsíðu októberheftis Essence tímaritsins árið 2014, ásamt leikkonunum Alfre Woodard, Nicole Beharie og Danai Gurira.[45]

Þann 17. október 2014 var klukkutíma löng heimildarmynd, Laverne Cox Presents: The T Word, sem Cox framleiddi og talaði inn á, frumsýnd á sjónvarpsstöðvunum MTV og Logo.[46] Sama ár birtist Cox á forsíðu fimm ára afmælisútgáfu tímaritsins C☆NDY ásamt 13 öðrum trans konum: Janet Mock, Carmen Carrera, Geena Rocero, Isis King, Gisele Alicea, Leyna Ramous, Dina Marie, Nina Poon, Juliana Huxtable, Niki M'nray, Pêche Di, Carmen Xtravaganza (House of Xtravaganza) og Yasmine Petty.[47]

Árið 2015 vann Cox Daytime Emmy-verðlaun í flokkinum Outstanding Special Class Special sem aðalframleiðandi Laverne Cox Presents: The T Word.[7][8] Þetta gerði Cox að fyrstu trans konunni til að vinna Daytime Emmy-verðlaun sem aðalframleiðandi. The T Word er einnig fyrsta trans heimildarmyndin sem vinnur Daytime Emmy.[7] Sama ár var Cox meðal fólks sem kom nakin fram í hinni árlegu „Nudes“-útgáfu Allure og var hún fyrsta trans leikkonan til þess.

Cox var á forsíðu „totally not-straight“ útgáfu Entertainment Weekly sem kom út þann 11. júní 2015, en það var fyrsta tölublað tímaritsins í 15 ár sem einblíndi aðeins á afþreyingu fyrir homma, lesbíur og trans fólk.[48]

Í júní 2016 birti Human Rights Campaign myndband sem virðingarvott fyrir fórnarömb skotárásarinnar á næturklúbbnum í Orlando. Í myndbandinu sögðu Cox og fleiri sögur fólksins sem var myrt í téðri árás.[49][50]

Cox í Families Belong Together-göngunni í Los Angeles í júní 2018

Árið 2017 hóf Cox að leika hlutverk trans lögfræðingsins Cameron Wirth í þáttunum Doubt á CBS.[9] Eftir að aðeins tveir þættir höfðu verið sýndir tilkynnti CBS hins vegar að þættirnir yrðu teknir af dagskrá, sem skildi framtíð þeirra þátta sem eftir voru ósýndir eftir í óvissu.[51] Þetta var fyrsta þáttaröðin sem var formlega slaufað á 2016–17 sjónvarpstímabilinu, eftir dræmt áhorf. CBS tilkynnti síðar að þeir 11 þættir sem eftir voru yrðu sýndir á laugardögum frá og með 1. júlí.[52]

Cox var árið 2017 tilnefnd til Primetime Emmy-verðlauna í flokkinum Outstanding Guest Actress in a Drama Series (framúrskarandi gestaleikkona í dramaþáttaröð) fyrir hlutverk hennar í Orange Is the New Black.[53]

Árið 2017 vann Cox með ACLU, Zackary Drucker, Molly Crabapple og Kim Boekbinder að gerð myndbands um sögu trans fólks sem hét „Time Marches Forward & So Do We“, en Cox talaði inn á það.[54] Sama ár varð Cox eitt af fjórum andlitum haustherferðar Ivy Park fatalínunnar.[55]

Í febrúar 2019 var Cox í aðalhlutverki á tískuvikunni í New York fyrir 11 Honoré, lúxusnetverslun með sérhæfingu í hönnunarfötum í stærri stærðum (e. plus-sized).[56]

Cox kom fram í tónlistarmyndbandinu við lag Taylor Swift, „You Need to Calm Down,“ sem kom út þann 17. júní árið 2019.[57]

Hún var ein fimmtán kvenna sem gestaritstjórinn Meghan, hertogaynja af Sussex, valdi til að birtast á forsíðu septemberheftis breska <i id="mwATc">Vogue</i> 2019. Þar með varð Cox fyrsta trans konan sem birtist á forsíðu breska Vogue.[58][59][60]

Í september 2019 tók Cox ACLU lögfræðinginn Chase Strangio með sér á Emmy-verðlaunin 2019 og var með sérsniðna regnbogahandtösku sem á stóð „Oct 8,“ „Title VII“ og „Supreme Court.“ Þetta var vísun í hæstaréttarmálaferlin R.G. &amp; G.R. Harris Funeral Homes Inc. v. Equal Employment Opportunity Commission, en Strangio var einn af lögfræðingunum sem varði Aimee Stephens í því máli, trans konu sem var rekin úr starfi sínu á útfararstofu. Cox og Strangio ræddu við fréttamenn á rauða dreglinum um hið væntanlega dómsmál.[61] [62] Cox var aðalframleiðandi heimildarmyndarinnar Disclosure: Trans Lives on Screen sem frumsýnd var á Netflix þann 27. janúar 2020.[63][64]

Í maí 2021 tilkynnti E! að Cox myndi sjá um Live from the Red Carpet frá og með janúar 2022, í stað Giuliana Rancic.[65] Í desember 2021 fékk hún hlutverk í dystópísku fantasíumyndinni Uglies frá Netflix, í leikstjórn McG, sem byggð er á samnefndri bók eftir Scott Westerfeld.[66]

Cox hefur af hinsegin jafningjum sínum, auk margra annarra, verið talin brautryðjandi fyrir trans samfélagið[67] og hefur hún unnið til fjölda verðlauna fyrir aðgerðasinnaða nálgun sína við að vekja vitund almennings á málefnum trans fólks. Áhrif hennar og sýnileiki í fjölmiðlum hafa leitt til vaxandi samtals um trans menningu,[68] sérstaklega í samhengi við trans konur, og hvernig það að vera trans skarast við aðrar breytur svo sem litarhátt.[69] Hún er fyrsta trans manneskjan sem birtist forsíðu tímaritsins Time,[4] fyrsta trans manneskjan til að vera tilnefnd til Primetime Emmy-verðlauna[40] og fyrsta trans manneskjan með vaxstyttu af sjálfri sér á söfnum Madame Tussauds,[14] sem og fyrsta trans konan til að vinna Daytime Emmy sem aðalframleiðandi.[70] Í maí 2016 hlaut Cox heiðursdoktorsnafnbót frá The New School í New York borg fyrir framsækið starf sitt í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna.[71]

Viðurkenningar og verðlaun

[breyta | breyta frumkóða]
  • 2013 – Anti-Violence Project 2013 Courage Award [72]
  • 2013 – Reader's Choice Award á OUT100 Gala á vegum Out Magazine[73]
  • 2014 – Kona ársins hjá tímaritinu Glamour.[74][75]
  • 2014 – Komst á hið árlega Root 100, lista sem heiðrar „afburða svarta leiðtoga, frumkvöðla og menningarmótara“ sem eru 45 ára og yngri.[76]
  • 2014 – Toppaði þriðja árlega World Pride Power List breska dagblaðsins The Guardian yfir áhrifamesta hinsegin fólk heims.[77]
  • 2014 – Hlaut Stephen F. Kolzak verðlaunin frá GLAAD.[78]
  • 2014 – Komst á EBONY Power 100 listann.[79]
  • 2015 – Komst á 2015 OUT Power 50 listann.[80]
  • 2015 – Komst á lista People yfir fallegustu konur í heimi.[81]
  • 2015 – Three Twins Ice Cream í San Francisco endurnefndi súkkulaði-appelsínu-konfettí-ísinn sinn Laverne Cox's Chocolate Orange is the New Black um Pride-helgi borgarinnar.[82]
  • 2015 – Komst á lista Time yfir 100 áhrifamesta fólkið árið 2015. Færslan um hana var skrifuð af Jazz Jennings.[83]
  • 2015 – Var útnefnd sem eitt af 31 táknum LGBT History Month (hinsegin sögumánaðar) af Forum for Equality.[84]
  • 2015 – Sigurvegari Daytime Emmy-verðlauna flokkinum Outstanding Special Class Special sem aðalframleiðandi Laverne Cox Presents: The T Word.[70][8] Cox varð við þetta fyrsta trans konan til að vinna Daytime Emmy sem aðalframleiðandi og The T Word er einnig fyrsta trans heimildarmyndin til að vinna Daytime Emmy.[70]
  • 2016 – Veitt heiðursdoktorsnafnbót frá The New School.[85]
  • 2017 – Nefnd á 2017 OUT Power 50 listanum.[86]
  • 2018 – Fékk Claire Skiffington Vanguard-verðlaunin frá Transgender Law Center. Verðlaunin veita þeim meðlimum trans samfélagsins sem hafa verið hluti af framvarðarsveit hreyfingarinnar viðurkenningu.[87]

Kvikmyndaferill

[breyta | breyta frumkóða]
Ár Titill Hlutverk Skýringar
2000 Betty Anderson Deirdre Stuttmynd
2004 The Kings of Brooklyn Girl
2008 All Night Layla Stuttmynd
2009 Uncle Stephanie Stephanie
2010 Bronx Paradise Hooker
2011 Carla Cinnamon
Musical Chairs Chantelle
2012 Migraine Lola Stuttmynd
The Exhibitionists Blithe Stargazer
2013 36 Saints Genesuis
2014 Grand Street Chardonnay
Laverne Cox Presents: The T Word Hún sjálf Daytime Emmy Awards for Outstanding Special Class Special (2015)

Tilnefnd - GLAAD Media Award for Outstanding Documentary (2015)

2015 Grandma Deathy
2017 Freak Show Felicia
2019 Can You Keep a Secret? Cybill
Charlie's Angels Bomb Instructor Gestaleikur
2020 Bad Hair Virgie
Promising Young Woman Gail
Disclosure: Trans Lives on Screen Hún sjálf Einnig aðalframleiðandi
2021 Jolt Detective Nevin
Ár Titill Hlutverk Skýringar
2008 Law & Order: Special Victims Unit Candace Þáttur: „Closet“
I Want to Work for Diddy Hún sjálf 6 þættir
Law & Order Minnie Þáttur: „Sweetie“
2009 Bored to Death Transsexual prostitute Þáttur: „Stockholm Syndrome“
2010 TRANSform Me Hún sjálf Einnig framleiðandi

8 þættir

2013–2019 Orange Is the New Black Sophia Burset Reglulegt hlutverk – 40 þættir

Screen Actors Guild Award for Outstanding Performance by an Ensemble in a Comedy Series (2015–2016) Tilnefnd — Critics' Choice Television Award for Best Supporting Actress in a Comedy Series (2014)

Tilnefnd — NAACP Image Award for Outstanding Supporting Actress in a Comedy Series (2015–2017) Tilnefnd — Primetime Emmy Award for Outstanding Guest Actress in a Comedy Series (2014)

Tilnefnd — Primetime Emmy Award for Outstanding Guest Actress in a Drama Series (2017, 2019–2020)

2014 Faking It Margot Þáttur: „Lying Kings and Drama Queens“
Girlfriends' Guide to Divorce Adele Northrop Þáttur: „Rule No. 426: Fantasyland: A Great Place to Visit“
2015–2017 The Mindy Project Sheena 3 þættir
2016 The Rocky Horror Picture Show: Let's Do the Time Warp Again[88] Dr. Frank-N-Furter Sjónvarpsmynd
2016–2019 Lip Sync Battle Hún sjálf 2 þættir
2017 America's Got Talent Hún sjálf; gestadómari 1 þáttur (S12E10)
Doubt Cameron Wirth 13 þættir
2019 Weird City Liquia Þáttur: „Smart House“
Tuca & Bertie Ebony Black (rödd) Þáttur: „The Sex Bugs“
Dear White People Cynthia Fray Þáttur: „Chapter VII“
A Black Lady Sketch Show Kiana Þáttur: „Angela Bassett Is the Baddest Bitch“
2020 Awkwafina Is Nora from Queens God (rödd) Þáttur: „Pilot“
Curb Your Enthusiasm Hún sjálf Þáttur: „Artificial Fruit“
One World: Together at Home Hún sjálf
2021 The Blacklist Dr. Laken Perillos Þáttur: „Dr. Laken Perillos“[89]
2022 Celebrity Wheel of Fortune Hún sjálf Þáttaröð 2, þáttur 13[90]
Inventing Anna Kacy Duke Reglulegt hlutverk

Hljóðrásarplötur

[breyta | breyta frumkóða]
Titill Albúm
The Rocky Horror Picture Show:

Let's Do the Time Warp Again

(with Various Artists)

  • Gefið út: 21. október 2016[91]
  • Snið: Stafrænt niðurhal
  • Útgáfa: Ode Sounds &amp; Visuals

Smáskífur

[breyta | breyta frumkóða]
Titill Ár Efstu sæti á vinsældalistum
USDanceClub[92] USDance/Elec.[93]
„Beat for the Gods“ 2018 22
„Welcome Home“ 2019 6 30
America the Beautiful 2020
  1. „Laverne Cox Bio“. LaverneCox.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. ágúst 2016. Sótt 13. september 2014.
  2. Piepenburg, Erik (12. desember 2010). „Helping Gay Actors Find Themselves Onstage“. The New York Times. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. júní 2015. Sótt 12. apríl 2012.
  3. „Meet the Gay Man and Transgender Woman Who Want to Work for Diddy“. AfterElton. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. ágúst 2010. Sótt 12. apríl 2012.
  4. 4,0 4,1 4,2 Gjorgievska, Aleksandra; Rothman, Lily (10. júlí 2014). „Laverne Cox is the First Transgender Person Nominated for an Emmy – She Explains Why That Matters“. Time. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. febrúar 2015. Sótt 26. október 2019.
  5. Wagmeister, Elizabeth (11. febrúar 2015). „Laverne Cox Cast As Transgender Attorney in CBS Legal Drama Pilot“. Variety. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. febrúar 2015. Sótt 11. febrúar 2015. „... the first openly transgender actor to be nominated for an Emmy ...“
  6. 6,0 6,1 Gaughan, Gavin (23. janúar 2009). „Obituary: Angela Morley | Television & radio“. The Guardian. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. júlí 2014. Sótt 19. júlí 2014. „A transsexual woman, previously known as Wally Stott, she underwent a sex change in 1972.“
  7. 7,0 7,1 7,2 7,3 Townsend, Megan (25. apríl 2015). „Laverne Cox makes history with Daytime Creative Arts Emmy win“. GLAAD. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. ágúst 2017. Sótt 21. júlí 2017.
  8. 8,0 8,1 8,2 „Laverne Cox Wins Daytime Emmy“. Out.com. 27. apríl 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. júní 2016. Sótt 8. júlí 2016.
  9. 9,0 9,1 Spendlove, Jacqueline. „Career revival: Katherine Heigl takes another crack at TV success“. TV Media. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. ágúst 2017. Sótt 13. febrúar 2017.
  10. Ferraro, Rich (31. mars 2014). „Laverne Cox to be honored at 25th Annual GLAAD Media Awards in Los Angeles“. GLAAD. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. apríl 2014. Sótt 31. mars 2014.
  11. 11,0 11,1 Westcott, Lucy (29. maí 2014). „Laverne Cox is the First Transgender Person on the Cover of Time“. The Wire. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. júlí 2014. Sótt 29. júní 2014.
  12. „21 Transgender People Who Influenced American Culture“. Time. 29. maí 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. ágúst 2016.
  13. Wong, Curtis M. (22. janúar 2018). „Laverne Cox Makes History as Cosmopolitan's First Transgender Cover Girl“. Huffington Post. Sótt 23. janúar 2018.
  14. 14,0 14,1 „Laverne Cox to debut as Madame Tussauds' first transgender wax figure“. Reuters. 10. júní 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. ágúst 2016.
  15. Sorg, Lisa (25. september 2015). „Actress Laverne Cox: 'State of emergency' for too many transgender people“. The News & Observer. Sótt 21. desember 2017.
  16. 16,0 16,1 Cox, Laverne (25. janúar 2017). „Transgender Visibility“. Boulder, Colorado: Alternative Radio. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. ágúst 2017. Sótt 2. júlí 2017.
  17. „Laverne Cox And M. Lamar Discuss Identity, Collective Trauma, Celebrating The Black Penis And More“. HuffPost. 8. febrúar 2012. Sótt 10. ágúst 2020.
  18. Bertstein, Jacob (12. mars 2014). „In Their Own Terms – The Growing Transgender Presence in Pop Culture“. The New York Times. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. mars 2014. Sótt 21. júní 2014.
  19. 19,0 19,1 C.J. Dickson (25. júlí 2013). „She's a survivor“. Salon.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. ágúst 2013. Sótt 4. ágúst 2013.
  20. 'Orange Is the New Black' Star Laverne Cox on Her Twin Brother's Surprising Role on the Netflix Series“. Yahoo TV. 20. ágúst 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. janúar 2014. Sótt 10. janúar 2014.
  21. Badash, David (18. ágúst 2014). „Laverne Cox: I Have One Wish For America“. The New Civil Rights Movement. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. ágúst 2014. Sótt 18. ágúst 2014.
  22. Hughes, Sarah (1. júní 2014). „Laverne Cox: 'We live in a binary world: it can change'. The Independent. London. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. júní 2014. Sótt 21. júní 2014.
  23. Interview by Will O'Bryan 2013-08-08 (8. ágúst 2013). „Laverne Cox Rocks – Metro Weekly – Page 2“. Metroweekly.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. maí 2014. Sótt 29. júní 2014.
  24. Zinn, Sarah (15. janúar 2015). „Laverne Cox Details Her Transgender Journey at IU“. indianapolismonthly.com. Indianapolis Monthly. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. maí 2015. Sótt 27. apríl 2015.
  25. Rodriguez, Briana (1. ágúst 2014). „Emmys 2014: Laverne Cox on 1 Way Fear Helps Performance“. backstage.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. júlí 2015. Sótt 28. júní 2015.
  26. „Watch: Laverne Cox shoots down host who claimed she was 'born a boy'. Pinknews.co.uk. 5. ágúst 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. ágúst 2014. Sótt 10. ágúst 2014.
  27. Nicholson, Rebecca (14. júní 2015). „Laverne Cox: 'Now I have the money to feminise my face I don't want to. I'm happy' | Life and style“. The Guardian. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. júlí 2015. Sótt 28. júní 2015.
  28. Catarinella, Alex (23. mars 2010). „PAPERMAG: Reality Bites: Laverne Cox from VH1's TRANSform Me. papermag.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. júlí 2015. Sótt 28. júní 2015.
  29. „TRANSform Me“. VH1. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. febrúar 2012. Sótt 12. apríl 2012.
  30. „Laverne Cox Bio“. Huffington Post. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. apríl 2012. Sótt 12. apríl 2012.
  31. „Laverne Cox and Calpernia Addams at GLAAD Awards 2009“. YouTube. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. apríl 2016.
  32. „GLAAD and MTPC Launch I AM Trans People Speak video series“. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. desember 2016.
  33. „On the Carpet at the GLAAD Media Awards“. San Francisco Sentinel. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. október 2013.
  34. Douvris, Michelle. „Sitting Down With Orange is the New Black Star Laverne Cox“. Emertainment Monthly. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. nóvember 2013. Sótt 9. nóvember 2013.
  35. „Laverne Cox flawlessly shuts down Katie Couric's invasive questions about transgender people“. Salon.com. 7. janúar 2014. Afrit af uppruna á 1. mars 2014. Sótt 27. febrúar 2014.
  36. „The post-Katie Couric shift: Laverne Cox tells Salon why the media's so clueless“. Salon.com. 6. febrúar 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. febrúar 2014. Sótt 27. febrúar 2014.
  37. Steinmetz, Katy (29. maí 2014). „The Transgender Tipping Point“. TIME. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. júní 2014. Sótt 29. júní 2014.
  38. Tanzer, Myles (29. maí 2014). „Laverne Cox Is on the Cover of Time Magazine“. BuzzFeed. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. júlí 2014. Sótt 29. júní 2014.
  39. „2014 Primetime Emmy nominees“. Usatoday.com. 10. júlí 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. júlí 2014. Sótt 19. júlí 2014.
  40. 40,0 40,1 „2014 Emmy Awards: 'Orange is the New Black's' Laverne Cox Is First Transgender Nominee“. ExtraTV.com. 10. júlí 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. júlí 2014. Sótt 19. júlí 2014.
  41. Bendix, Trish (11. júlí 2014). „Morning Brew – Jodie Foster is back on the set of "Orange is the New Black". AfterEllen.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. júlí 2014. Sótt 19. júlí 2014.
  42. „US: Laverne Cox joins #StandWithMonica campaign against Phoenix 'walking while trans' law“. Pinknews.co.uk. 6. ágúst 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. ágúst 2014. Sótt 10. ágúst 2014.
  43. 43,0 43,1 Molloy, Parker Marie (26. ágúst 2014). „Laverne Cox Distances Herself From Controversial Trans Inmate“. The Advocate. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. september 2014. Sótt 13. september 2014.
  44. 44,0 44,1 Sauvalle, Julien (22. ágúst 2014). „Exclusive First Look: Laverne Cox Honored in V magazine's 'Rebels' Issue“. Out. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. ágúst 2014. Sótt 13. september 2014.
  45. Vulpo, Mike (28. ágúst 2014). „Laverne Cox: It Feels "So Good" Having a Diverse Cast on Orange Is the New Black“. E! Online. E!. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. desember 2016. Sótt 13. september 2014.
  46. Locker, Melissa (17. október 2014). „Laverne Cox Doc Tackles Transgender Issues For MTV“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. október 2014. Sótt 29. október 2014.
  47. „Laverne Cox, Carmen Carrera, Among 14 Trans Stars On "Candy" Magazine Cover“. NewNowNext. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. desember 2014.
  48. Goldblatt, Henry (11. júní 2015). „This week's editor's letter: Laverne, surely“. EW.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. júní 2015. Sótt 18. júní 2015.
  49. „49 Celebrities Honor 49 Victims of Orlando Tragedy | Human Rights Campaign“. Human Rights Campaign. 29. júní 2016. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. júlí 2016. Sótt 30. júní 2016.
  50. Rothaus, Steve (12. júní 2016). „Pulse Orlando shooting scene a popular LGBT club where employees, patrons 'like family'. The Miami Herald. Sótt 15. júní 2016.
  51. Nemetz, Dan (24. febrúar 2017). Doubt Canceled After 2 Episodes, to Be Replaced by Beyond Borders. TVLine. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. febrúar 2017. Sótt 24. febrúar 2017.
  52. Ausiello, Michael (20. júní 2017). „Doubt Update: CBS to Air Cancelled Drama's 11 Remaining Episodes“. TVLine. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. júní 2017. Sótt 20. júní 2017.
  53. Webb, Matt (13. júlí 2017). „2017 Emmy Nominations List: Actor and Actress Nominees“. TVLine. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. júlí 2017. Sótt 21. júlí 2017.
  54. „Transgender Rights History Told by Laverne Cox: Watch VIDEO“. Time.com. 10. ágúst 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. ágúst 2017. Sótt 11. ágúst 2017.
  55. „Laverne Cox takes a starring role in Beyoncé's new Ivy Park campaign“. 6. september 2017. Sótt 15. september 2017.
  56. Fisher, Lauren Alexis (7. febrúar 2019). „Laverne Cox Just Kicked Off NYFW With the Most Epic Runway Walk“. Harper's BAZAAR (bandarísk enska). Sótt 6. janúar 2022.
  57. „Taylor Swift's "You Need to Calm Down" Video Will Have a Star-Studded Cast“. Teen Vogue (enska). 16. júní 2019. Sótt 17. júní 2019.
  58. „Meghan Markle puts Sinéad Burke on the cover of Vogue's September issue“. The Irish Times. Sótt 31. júlí 2019.
  59. Barr, Sabrina (29. júlí 2019). „Meghan Markle: Jameela Jamil, Laverne Cox and Gemma Chan react to appearing on cover of British Vogue“. The Independent. Yahoo! News. Sótt 29. júlí 2019.
  60. „Thanks to Meghan Markle, Laverne Cox Is the 1st Trans Woman to Appear on the Cover of British Vogue“. Theglowup.theroot.com. 25. júlí 2019. Sótt 12. janúar 2020.
  61. Fratti, Karen (22. september 2019). „Laverne Cox's 2019 Emmys Date Is Bringing Attention To A Vital Court Case“. Bustle. Sótt 16. október 2019.
  62. McDermott, Maeve (22. september 2019). „Emmys 2019: Laverne Cox's clutch has an important pro-LGBTQ message“. USA Today. Sótt 16. október 2019.
  63. Disclosure (2020) (enska), sótt 4. ágúst 2020
  64. Horton, Adrian (18. júní 2020). „Disclosure: behind Laverne Cox's Netflix documentary on trans representation“. The Guardian (bresk enska). ISSN 0261-3077. Sótt 4. ágúst 2020.
  65. Littleton, Cynthia (10. maí 2021). „Laverne Cox Named Red Carpet Host of 'Live From E!'. Variety.
  66. Grobar, Matt (2. desember 2021). „Laverne Cox Joins McG's Netflix Fantasy Film 'Uglies'. Deadline Hollywood.
  67. Nudd, Tim (26. júní 2014). „Orange is the New Black's Laverne Cox Honors the Legacy of Stonewall at Logo's Trailblazer Awards - LOGO, Orange is the New Black“. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. júní 2015. Sótt 18. júní 2015.
  68. „Laverne Cox and the State of Trans Representation in Pop Culture“. US News. 6. júní 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. júní 2015. Sótt 18. júní 2015.
  69. „Actress Laverne Cox Discusses Identity, Trans Issues | News | The Harvard Crimson“. Harvard Crimson. 24. febrúar 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. júní 2015. Sótt 18. júní 2015.
  70. 70,0 70,1 70,2 Townsend, Megan (25. apríl 2015). „Laverne Cox makes history with Daytime Creative Arts Emmy win“. GLAAD. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. desember 2016. Sótt 21. júlí 2017.
  71. „Commencement 2016: Get To Know The Honorary Degree Recipients“. blogs.newschool.edu. 3. maí 2016. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. maí 2016. Sótt 23. maí 2016.
  72. Vieira, Meredith. „Laverne Cox and her Transgender Transformation (OVERSHARE EP 3)“. Lives with Meredith Vieira. YouTube. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. júní 2014. Sótt 21. nóvember 2013.
  73. „Reader's Choice Award“. Out.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. ágúst 2014. Sótt 29. júní 2014.
  74. „Breaking News and Opinion on The Huffington Post“. The Huffington Post. 5. nóvember 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. nóvember 2014. Sótt 7. nóvember 2014.
  75. „Laverne Cox Is a Glamour Woman of the Year for 2014: Glamour.com“. Glamour. 4. nóvember 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. nóvember 2014. Sótt 7. nóvember 2014.
  76. Juro, Rebecca (11. september 2014). „Root 100 Recognizes African-American LGBT Luminaries“. The Advocate. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. september 2014. Sótt 13. september 2014.
  77. Materville Studios – Host of Windy City Times (8. júlí 2014). „Gay team makes history; Laverne Cox tops world list – 520 – Gay Lesbian Bi Trans News Archive“. Windy City Times. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. júlí 2014. Sótt 19. júlí 2014.
  78. „Watch: Ellen Page presents 'Orange is the New Black' star Laverne Cox with GLAAD award“. Pinknews.co.uk. 13. apríl 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. júlí 2014. Sótt 10. ágúst 2014.
  79. „EBONY Magazine Unveils Its 2014 EBONY Power 100 List – NAACP LDF“. Naacp Legal Defense and Educational Fund. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. desember 2014.
  80. „Power 50 2015“. Out Magazine. 14. apríl 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. apríl 2015. Sótt 22. apríl 2015.
  81. McDonald, James (30. mars 2015). „Laverne Cox Is One of People's Most Beautiful Women“. Out Magazine. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. apríl 2015. Sótt 22. apríl 2015.
  82. Ring, Trudy (31. júlí 2014). „Laverne Cox Gets Ice Cream Flavor Named for Her for Pride“. Advocate.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. júní 2015. Sótt 18. júní 2015.
  83. „Laverne Cox by Jazz Jennings: TIME 100“. Time.com. 16. apríl 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. apríl 2015. Sótt 22. apríl 2015.
  84. Lazin, Malcolm (20. ágúst 2015). „Op-ed: Here Are the 31 Icons of 2015's Gay History Month“. Advocate.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. ágúst 2015. Sótt 21. ágúst 2015.
  85. „LAVERNE COX, DIANE VON FURSTENBERG, DERAY MCKESSON NAMED HONORARY DEGREE RECIPIENTS BY THE NEW SCHOOL“. 31. mars 2016.
  86. By Out.com Editors (19. júlí 2017). „Power 50 2017“. Out Magazine. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. júlí 2017. Sótt 21. júlí 2017.
  87. „TLC announces Laverne Cox as SPARK! 2018 Honoree“. Transgender Law Center. 20. október 2018. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. október 2018. Sótt 27. október 2018.
  88. Hibberd, James (21. október 2015). „Laverne Cox to star in Fox's Rocky Horror reboot“. Entertainment Weekly. Afrit af uppruna á 4. nóvember 2015. Sótt 4. nóvember 2015.
  89. Gelman, Vlada (5. mars 2021). „TVLine Items: Laverne Cox on Blacklist, Kimmel's Coronaversary and More“. TVLine. Sótt 5. mars 2021.
  90. „VON MILLER, ALI WENTWORTH AND LAVERNE COX CELEBRITY WHEEL OF FORTUNE SEASON 2“. 30. janúar 2022. Sótt 30. janúar 2022.
  91. "The Rocky Horror Picture Show: Let's Do the Time Warp Again" by Laverne Cox“. iTunes. 21. október 2016. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. desember 2016.
  92. „Dance Club Songs: 2018-05-19“. Billboard. 2. janúar 2013. Sótt 18. maí 2018.
  93. „Dance/Electronic Songs: 2019-09-07“. Billboard. 21. janúar 2013. Sótt 4. september 2019.