[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Kraftmálmur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Í Þýskalandi er powermetal með vinsælari undirtegundum rokktónlistar. Helloween á sviði (2006).
Hljómborð eiga upp á pallborðið í powermetal. Henrik Klingenberg úr Sonata Arctica með sinn keytar (2016).
Eric Adams úr Manowar klæðir sig þröngt (2002).

Kraftmálmur (enska: Power metal) er undirflokkur þungarokks sem blandar saman hefðbundnu þungarokki við speedmetal, stundum með sinfónískum áhrifum. Stíll kraftmálms er oft með léttara yfirbragð en til dæmis dauðarokk og þrass, textagerðin fantasíukenndari, takturinn er oft hraður, viðlögin eru sterk og áhersla er á grípandi melódíur.

Kanadíski mannfræðingurinn Sam Dunn rekur upphaf kraftmálms til miðs 8. áratugarins. Hljómsveitin Rainbow var m.a. áhrifamikil. Ritchie Blackmore úr Deep Purple og söngvarinn Ronnie James Dio fóru fyrir sveitinni og draumórakenndir textar Dio og öflugar lagasmíðar áberandi. Judas Priest hafði mikil áhrif á stefnuna og meðal annars falsetturaddbeiting Rob Halfords söngvara. Nokkru síðar kom á sjónarsviðið Iron Maiden sem var einnig áhrifamikil og kom með enn epískari nálgun á tónlistina. Hljómsveitin Queen hefur haft áhrif á sum bönd innan stefnunar eins og Blind Guardian.

Textagerð kraftmálms hefur oft þema tengt: Fantasíum, goðafræði, skáldskap, samheldni, hetju, von, ást, stríð og dauða. Notkun hljómborða er algeng og áberandi í sumum hljómsveitum. Sinfónísk og þjóðlagaáhrif eru meðal tónlistarþemu sveita og hafa skapast ýmsar undirtegundir geirans.

Kraftmálmur hefur verið vinsælli geiri í Evrópu en í Bandaríkjunum.[1] Í Þýskalandi eru vinsælar hljómsveitir þaðan meðal annars Blind Guardian og Helloween. Í Finnlandi hafa komið fram Stratovarius, Nightwish og Sonata Arctica. Children of Bodom er talin vera hljómsveit með kraftmálmsáhrifum í hljóðfæraleik en þó er raddbeiting á dauðarokkssviðinu. Frá Svíþjóð koma meðal annars Hammerfall og Sabaton. Í Bandaríkjunum hafa Manowar verið þekktir fyrir sína ofurhetjuímynd og texta. Hljómsveitir eins og Symphony X, Nevermore og Iced Earth eru stundum taldar til kraftmálms en teljast einnig til eða eru undir áhrifum frá þrassi og framsæknu þungarokki.

Árið 2021 gerði íslenska sveitin Power Paladin plötusamning við alþjóðlega útgáfu.

Listi með hljómsveitum sem hafa kraftmálm í lagasmíðum sínum

[breyta | breyta frumkóða]

(Listinn er ekki tæmandi)

Fyrirmynd greinarinnar var „Power metal“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 31. júlí 2016.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Powermetal Allmusic. skoðað, 31 júlí 2016.