[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Klyfberi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Svissneskur klyfjahestur með klyfbera.

Klyfberi er sérstakur bogalaga búnaður úr tré með tveimur tréslám sem notaður var til að hengja klyfjar á hesta. Fyrir vélaöld var hey flutt á hestum og allur varningur í og úr kaupstað. Fyrst var settur á hestinn reiðingur úr mjúku efni sem hlífði baki hestsins. Ofan á reiðinginn var settur klyfberi. Tréslár á klyfberanum lögðust að síðum hestsins. Á miðjum klyfbera voru krókar eða lykkjur þar sem hey var fest í með ull eða hrosshári. Nauðsynlegt var að klyfjar væru álíka miklar báðum megin á hestinum.

Á Íslandi var reiðingur stundum gerður úr torfi.

  • Mynd af klyfbera (Sarpur Aðfang nr.787130)
  • Ulrika Andersson (22.2.2002). „Hver er mælieiningin 'hestar' um hey? Eru það hestburðir?“. Vísindavefurinn.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.