Katatonia
Katatonia er sænsk þungarokkshljómsveit sem stofnuð var árið 1991 í Stokkhólmi af Jonas Renkse (trommur og söngur) og Anders Nyström (gítar). Í upphafi spilaði hljómsveitin doom-metal með dauðarokksröddum en fór í melódískari átt síðarmeir en hefur haldið þungarokksriffum í tónlist sinni. Mikael Åkerfeldt, vinur Renkse, úr hljómsveitinni Opeth ljáði plötunni Brave Murder Day röddu sína þegar Renske átti erfitt með dauðarokksraddbeitingu en Renkse tók við að nýju síðar og einbeitti sér að hreinni raddbeitingu.[1] Katatonia fellur ekki innan eins undirgeira þungarokks en meðal tónlistarstefna sem notaðar hafa verið til að lýsa tónlist þeirra hefur verið nefnt: Jaðarþungarokk, gothmetal, framsækinn málmur og dark rock þar sem textar þeirra hafa verið myrkir og þunglyndislegir. Meðal áhrifavalda þeirra er breska sveitin The Cure.
Haustið 2016 fór íslenska hljómsveitin Agent Fresco í tónleikaferðalag um Evrópu með Katatonia sem upphitunarband.
Núverandi meðlimir
[breyta | breyta frumkóða]- Jonas Renkse – söngur
- Anders Nyström – gítar, bakraddir
- Niklas Sandin – bassi
- Daniel Moilanen – trommur
- Roger Öjersson – gítar
Breiðskífur
[breyta | breyta frumkóða]- Dance of December Souls (1993)
- Brave Murder Day (1996)
- Discouraged Ones (1998)
- Tonight's Decision (1999)
- Last Fair Deal Gone Down (2001)
- Viva Emptiness (2003)
- The Great Cold Distance (2006)
- Night Is the New Day (2009)
- Dead End Kings (2012)
- The Fall of Hearts (2016)
- City Burials (2020)
- Sky Void of Stars (2023)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Katatonia - Biography Allmusic. skoðað 23. maí, 2016