Jimmy Smits
Jimmy Smits | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Jimmy L. Smits 9. júlí 1955 |
Ár virkur | 1984 - |
Helstu hlutverk | |
Victor Sifuentes í L.A. Law Bobby Simone í NYPD Blue Matthew Santos í The West Wing Bail Organa í Star Wars myndunum |
Jimmy Smits (fæddur Jimmy L. Smits 9. júlí 1955) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í L.A. Law, NYPD Blue og The West Wing.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Smits er fæddur og uppalinn í Brooklyn, New York-borg og er af púertó rískum, súrínamískum og hollenskum uppruna. Útskrifaðist með B.A. gráðu í leiklist frá Brooklyn College árið 1980 og MFA gráðu frá Cornell-háskólanum árið 1982.[1]
Smits var giftur Barböru Smits á árunum 1981 – 1987 og saman áttu þau tvö börn. Hefur verið í sambandi við leikkonuna Wanda De Jesus síðan 1986.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Leikhús
[breyta | breyta frumkóða]Smits hefur komið fram í leikritum á borð við God of Carnage, Hamlet, Buck, Twelfth Night og Much Ado About Nothing.
Sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta sjónvarpshlutverk Smits var árið 1984 í Miami Vice. Árið 1986 var honum boðið hlutverk í L.A. Law sem persónan Victor Sifuentes sem hann lék til ársins 1992.
Á árunum 1994 – 2004 lék Smits rannsóknarfulltrúann Bobby Simone í lögregluþættinum NYPD Blue en kom hann í staðinn fyrir David Caruso sem hafði yfirgefið þáttinn.
Smits lék forsetaframbjóðandann Matthew Santos í The West Wing frá 2004-2006. Hefur hann síðan þá verið með stór gestahlutverk í Dexter og Sons of Anarchy.
Kvikmyndir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta kvikmyndahlutverk Smits var árið 1986 í Running Scared. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Hotshot, Vital Signs, Fire Within, The Million Dollar Hotel og El traspatio.
Smits lék þingmanninn Bail Organa í Star Wars: Episode II – Attack of the Clones og Star Wars: Episode III – Revenge of the Sith.
Kvikmyndir og sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1986 | Running Scared | Julio Gonzales | |
1987 | Hotshot | Meðlimur sjörnuliðsins | |
1987 | The Believers | Tom Lopez | |
1989 | Old Gringo | Gen. Tomas Arroyo | |
1990 | Vital Signs | Dr. David Redding | |
1991 | Switch | Walter Stone | |
1991 | Fires Within | Nestor | |
1993 | Gross Misconduct | Justin Thorne | |
1995 | My Family | Jimmy | |
1995 | The Last Word | Leikari (Martin) | |
1997 | Murder in Mind | Peter Walker | |
1997 | Lesser Prophets | Mike | |
2000 | The Million Dollar Hotel | Geronimo | |
2000 | Price of Glory | Arturo Ortega | |
2000 | Bless the Child | Fulltrúinn John Travis | |
2002 | Star Wars: Episode II – Attack of the Clones | Þingmaðurinn Bail Organa | |
2005 | Star Wars: Episode III – Revenge of the Sith | Þingmaðurinn Bail Organa | |
2007 | The Jane Austen Book Club | Daniel | |
2009 | El traspatio | Mickey Santos | |
2009 | Mother and Child | Paco | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1984 | Miami Vice | Eddie Rivera | Þáttur: Brother´s Keeper |
1986 | Rockabye | Lögreglumaður nr. 2 | Sjónvarpsmynd |
1986 | Spenser: For Hire | Hector Valdes | Þáttur: In a Safe Place |
1987 | The Highwayman | Bo Ziker | Sjónvarpsmynd |
1987 | Stamp of a Killer | Richard Braden | Sjónvarpsmynd |
1988 | Mickey´s 60th Birthday | Victor Sifuentes | Sjónvarpsmynd |
1988 | Glitz | Vincent Mara | Sjónvarpsmynd |
1990 | Pee-wee´s Playhouse | Viðgerðarmaður þinn | Þáttur: Conky´s Breakdown |
1990 | Cop Rock | Victor Sifuentes | Þáttur: Potts Don´t Fail Me Now |
1992 | The Broken Cord | David Norwell | Sjónvarpsmynd |
1986-1992 | L.A. Law | Victor Sifuentes | 107 þættir |
1993 | The Tommyknockers | Jim ´Gard´ Gardner | Sjónvarpsmínisería |
1994 | The Cisco Kid | Cisco Kid | Sjónvarpsmynd |
1995 | Solomon & Sheba | King Solomon | Sjónvarpsmynd |
1996 | Marshal Law | Jack Coleman | Sjónvarpsmynd |
1995-1997 | Happily Ever After: Fairy Tales for Every Child | Gamli King Cole/Prince Felipe | 2 þættir |
1997 | Mother Goose: A Rappin´ and Rhymin´ Special | Gamli King Cole | Sjónvarpsmynd |
1994-2004 | NYPD Blue | Rannsóknarfulltrúinn Bobby Simone | 90 þættir |
2005 | Lackawanna Blues | Ruben Santiago Sr. | Sjónvarpsmynd |
2006 | Jurukan | Gestur | Sjónvarpssería |
2004-2006 | The West Wing | Matthew Santos | 37 þættir |
2007 | Cane | Alex Vega | 13 þættir |
2008 | X-Play | Þingmaðurinn Organa | Þáttur: The Making of the Upcoming ´Star Wars: The Force Unleashed‘ |
2008 | Dexter | Aðstoðarsaksóknarinn Miguel Prado | 12 þættir |
2010 | Outlaw | Cyrus Garza | 8 þættir |
2012 | Sons of Anarchy | Nero Padilla | 12 þættir |
Leikhús
[breyta | breyta frumkóða]
|
|
Verðlaun og tilnefningar
[breyta | breyta frumkóða]ALMA-verðlaunin
- 2009: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir Dexter.
- 2006: Verðlaun sem besti leikari í sjónvarpsseríu fyrir The West Wing.
- 2001: Tilnefndur sem besti kynnir á verðlaunhátíð eða sérþætti fyrir The 1st Annual Latin Grammy verðlaunin ásamt Gloria Estefan, Andy Garcia og Jennifer Lopez.
- 2001: Tilnefndur sem besti kynnir á verðlaunahátíð eða sérþætti fyrir ESPY verðlaunahátíðina.
- 1999: Verðlaun sem besti leikari í sjónvarpsseríu fyrir hlutverkaskipti fyrir NYPD Blue.
- 1998: Verðlaun sem besti leikari í sjónvarpsseríu fyrir hlutverkaskipti fyrir NYPD Blue.
Academy of Science Fiction, Fantasy & Horror Films-verðlaunin
- 2009: Verðlaun sem besti gestaleikari í sjónvarpsseríu fyrir Dexter.
Golden Apple-verðlaunin
- 1996: Tilnefndur sem besta karlstjarna ársins.
Golen Globe-verðlaunin
- 1999: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
- 1997: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
- 1996: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
- 1991: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í seríu, míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir L.A. Law.
Image-verðlaunin
- 2008: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir Cane.
Imagen Foundation-verðlaunin
- 2010: Tilnefndur sem besti leikari í kvikmynd fyrir El traspatio.
- 2009: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Dexter.
- 2006: Tilnefndur sem besti leikari í sjónvarpi fyrir The West Wing.
- 2005: Verðlaun sem besti leikari í sjónvarpi fyrir The West Wing.
Independent Spirit-verðlaunin
- 1996: Tilnefndur sem besti karlleikarinn í My Family.
NCLR Bravo-verðlaunin
- 1996: Verðlaun sem besti leikari í sjónvarpsseríu fyrir hlutverkaskipti fyrir NYPD Blue.
- 1996: Tilnefndur sem besti leikari í tónlistarþætti/sérþætti fyrir Television´s Greatest Performances I
Primetime Emmy-verðlaunin
- 2009: Tilnefndur sem besti gestaleikari í dramaseríu fyrir Dexter.
- 1999: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
- 1998: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
- 1997: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
- 1996: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
- 1995: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
- 1992: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir L.A. Law.
- 1991: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir L.A. Law.
- 1990: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir L.A. Law.
- 1989: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir L.A. Law.
- 1988: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir L.A. Law.
- 1987: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir L.A. Law.
Satellite-verðlaunin
- 2008: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í seríu, míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir Dexter.
- 1998: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
Screen Actors Guild-verðlaunin
- 2009: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir Dexter.
- 2006: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
- 1999: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
- 1999: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
- 1998: Tilnefnur sem besti leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
- 1998: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
- 1997: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
- 1997: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
- 1996: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
- 1996: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
- 1995: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
TV Guide-verðlaunin
- 1999: Tilnefndur sem uppáhalds leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
Viewers for Quality Television-verðlaunin
- 1990: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir L.A. Law.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Jimmy Smits“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 30. nóvember 2012.
- Jimmy Smits á IMDb
- Leikhúsferill Jimmy Smits á Internet Broadway Database síðunni
- Leikhúsferill Jimmy Smits á The Internet Off-Broadway Database Geymt 6 nóvember 2005 í Wayback Machine