Ian Fleming
Útlit
Ian Lancaster Fleming (28. maí 1908 – 12. ágúst 1964) var breskur rithöfundur, blaðamaður og starfsmaður leyniþjónustu breska flotans. Hann er best þekktur sem höfundur sagnanna um njósnarann James Bond en hann skrifaði tólf skáldsögur og níu smásögur um Bond. Einnig skrifaði hann barnabókina Chitty Chitty Bang Bang, sem hefur verið kvikmynduð.
Fyrsta skáldsagan um Bond, Casino Royale, kom út í Bretlandi 13. apríl 1953 en tvær síðustu bækurnar, The Man with the Golden Gun og Octopussy / The Living Daylights (smásögur) komu út eftir lát Flemmings. Alls hafa bækurnar um Bond selst í meira en 100 milljónum eintaka og kvikmyndir gerðar eftir þeim hafa notið mikilla vinsælda.