Handtaka
Útlit
Handtaka er líkamleg frelsissvipting einstaklings óháð lengd frelsissviptingarinnar sjálfrar. Ekki er forsenda slíkrar frelsissviptingar að líkamlegu valdi sé beitt, svo sem með handjárnun, heldur dugar að aðili með heimild til slíks valds synji viðkomandi einstaklingi um leyfi til að víkja af vettvangi með fyrirmælum.