[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Húsari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prússneskur húsari 1744

Húsari er nafn á riddaraliðsmönnum í léttvopnuðu riddaraliði sem á uppruna sinn að rekja til Ungverjalands á 15. öld. Þar voru húsarar upphaflega serbneskir hermenn sem flúðu til Ungverjalands eftir innrás Tyrkjaveldis í Serbíu á 14. öld. Hersveitir húsara voru notaðar sem landamærasveitir með ránsleyfi, svipað og kósakkar í Rússlandi, við landamærin að Tyrkjaveldi. Í Pólsk-litháíska samveldinu tóku pólskir húsarar við af þungvopnuðu riddaraliði sem kjarninn í riddaraliðinu á 16. öld við mikinn orðstír.

Húsarasveitir breiddust einkum út í Evrópu á 18. öld. Þannig notaði Friðrik mikli húsara mikið í Austurríska erfðastríðinu og jafnvel Rússar komu sér upp húsarasveitum fyrir Sjö ára stríðið 1756.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.