Gvass
Útlit
Gvass er ógagnsær og mattur vatnslitur og myndir sem eru málaðar með sérstakri gerð slíkra þekjulita, gvass-myndir. Í gvass-litum er hvítt litarefni sem gerir litina matta og veldur því að þeir eru þekjulitir þannig að bakgrunnur skín ekki í gegn eins og í venjulegum vatnslitum. Gvass-málun hentar vel til að gera teikningar eins og litskrúðug plaköt. Í stað gvass þá er stundum notaðir akrýllitir sem eru vatnsleysanlegir þegar þeir eru blautir en þola vatn þegar þeir hafa þornað.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Gvass.