[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Forseti Argentínu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Javier Milei forseti Argentínu

Forseti Argentínu eða forseti argentínsku þjóðarinnar (spænska: Presidente de la Nación Argentina) er þjóðhöfðingi Argentínu. Samkvæmt stjórnarskrá Argentínu er hann jafnframt stjórnarleiðtogi alríkisstjórnarinnar og æðsti yfirmaður Argentínuhers. Núverandi forseti Argentínu er Javier Milei sem var kosinn árið 2023.

Forsetaembættið hefur tekið miklum breytingum í sögu Argentínu. Það var fyrst búið til með stjórnarskrá frá 1826 og fyrsti forsetinn var Bernardino Rivadavia sem sagði af sér skömmu síðar. Argentínuher hefur sex sinnum steypt sitjandi forseta af stóli og tvisvar myndað herforingjastjórn.