[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

FK Partizan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Фудбалски клуб Партизан
Fudbalski (Knattspyrnufélagið Partizam)
Fullt nafn Фудбалски клуб Партизан
Fudbalski (Knattspyrnufélagið Partizam)
Gælunafn/nöfn Црно-бели / Crno-beli (Þeir Svart-Hvítu)
Stytt nafn Partizan
Stofnað 4.október 1945
Leikvöllur Rajko Mitić leikvangurinn(Belgrad)
Stærð 55.538
Stjórnarformaður Milorad Vučelić
Knattspyrnustjóri Savo Milošević
Deild Serbneska úrvalsdeildin
2022-23 4. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Fudbalski klub Partizan (Serbneska:kyrillískt: icудбалски клуб Партизан, IPA: [fûdbalskiː klûːb partǐzaːn];), er serbneskt knattspyrnufélag með aðsetur í Belgrad. Félagið leikur í serbnesku úrvalsdeildinni SuperLiga og hefur varið allri sögu sinni í efstu deild júgóslavnesku og serbnesku deildarinnar.

Partizan var stofnað af yfirmönnum Júgóslavíu lýðveldishersins (JNA) árið 1945 í Belgrad, sem hluti af júgóslavneska íþróttasambandinu Partizan. Heimavöllur þess er Partizan-leikvangurinn í Belgrad, þar sem þeir hafa spilað síðan 1949. Partizan var fyrsta knattspyrnufélagið á Balkanskaga og Austur-Evrópu sem komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu, það gerðist árið 1966. Partizan var einnig fyrsta serbneska félagið sem keppti í riðlakeppni Meistaradeildar UEFA.

Félagið á sér langa sögu samkeppni gegn nágrönnum sínum í Rauðu stjörnunni. Leikir þessara tveggja liða eru þekktir sem hin eilífi rígur („Večiti derbi“) og er af mörgum taldir vera einn hatramasti nágrannarígur í heimi. Í september 2009 skipaði breska dagblaðið Daily Mail Red Derby-Partizan nágrannaslagnum í fjórða sæti meðal tíu stærstu nágrannaríga allra tíma. Partizan á einnig marga stuðningsmenn í öllum löndum fyrrverandi lýðvelda Júgóslavíu.

Uppeldisstarf Partizan er einnig þekkt fyrir að ala af sér marga af bestu knattspyrnumönnum Evrópu.

  • Jugoslavneska/Serbneska Deildin (27): 1947, 1949, 1961, 1962, 1963, 1965, 1976, 1978, 1983, 1986, 1987, 1993, 1994, 1996, 1997, 1999, 2002, 2003, 2005, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012,2013,2014,2016
  • Jugoslavneskir/Serbneskir Bikarmeistaratitlar (16): 1947, 1952, 1954, 1957, 1989, 1992, 1994, 1998, 2001, 2008, 2009, 2011,2016,2017,2018,2019

Þekktir leikmennn

[breyta | breyta frumkóða]