[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Efnahagssamruni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Efnahagssamruni er samræming hagkerfa ólíkra ríkja sem framkvæmd er með því að afnema tolla og önnur verslunarhöft. Tilgangur efnahagssamruna er að stuðla að aukinni skilvirkni þátttökuríkja og lækka verð fyrir drefingaraðila og neytendur. Markmið margra stuðningsmanna efnahagssamruna er fríverslun, þ.e. verslun án neinna tolla og annarra hafta (eins og í Evrópusambandinu), en þar sem fullkomin fríverslun er ekki fýsileg er efnahagssamruni oft annar besti valkosturinn.

Efnahagssamruna má skipta í nokkur stig:

  1. forgangsverslunarsvæði (e. preferential trading area)
  2. fríverslunarsvæði
  3. tollabandalag
  4. sameiginlegur markaður
  5. efnahagsbandalag
  6. efnahags- og gjaldeyrisbandalag
  7. fullkominn efnahagssamruni
  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.