[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Easy A

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Easy A
Auglýsingaplakat myndarinnar.
LeikstjóriWill Gluck
HandritshöfundurBert V. Royal
FramleiðandiWill Gluck
Zane Devine
Leikarar
KvikmyndagerðMichael Grady
KlippingSusan Littenberg
TónlistBrad Segal
FrumsýningFáni Bandaríkjana 17. september 2010
Fáni Íslands 12. nóvember 2010
Lengd92 mín.
LandBandaríkin
TungumálEnska
Aldurstakmark12 ára
Ráðstöfunarfé$8 milljónir

Easy A er bandarísk unglingamynd frá árinu 2010 sem Will Gluck leikstýrði og framleiddi. Emma Stone, Penn Badgley, Amanda Bynes og Lisa Kudrow fara með aðalhlutverk í myndinni sem er að hluta til byggð á skáldsögunni The Scarlett Letter eftir Nathaniel Hawthorne. Myndin var kvikmynduð í myndveri Screen Gems í Ojai í Kaliforníu sem einnig fjármagnaði myndina.

Myndin fjallar um Olive Penderghast sem er ung menntaskólastelpa sem byrjar að segja lygasögur af sjálfri sér og lendir í vandræðum út af því.

Easy A fékk frábæra dóma gagnrýnenda og margir kölluðu myndina bestu táningamyndina síðan Clueless. Emma Stone var tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn en hún vann ekki. Myndin gekk vel í kvikmyndahúsum og fékk yfir 80 milljónir Bandaríkjadala í tekjur.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Olive Penderghast lýgur því að vinkonu sinni, Rhiannon, að hún komist ekki með henni í útileigu um helgina af því að hún ætli að fara á stefnumót með eldri strák. Mánudaginn eftir helgina biður Rhiannon hana um að segja sér frá stefnumótinu og Olive segir henni að hún hafi misst meydóminn með stráknum.

Lygin kvisast út og líf Olive breytist á þann hátt að það fer að líkjast lífi Hester Prynne's í skáldsögunni The Scarlett Letter sem stúlkan er einmitt að lesa í skólanum. Hún ákveður að hagnýta sér umtalið sem þetta hefur í för með sér til að styrkja félagslega og fjárhagslega stöðu sína. [1]

  1. Kvikmyndir.is, http://wayback.vefsafn.is/wayback/20101117071500/kvikmyndir.is/KvikmyndirMovie/entry/movieid/6104