[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Dundee

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útsýni yfir Dundee

Dundee (gelíska: Dùn Dèagh) er fjórða stærsta borg Skotlands með um það bil 148.000 íbúa (2016). Árið 1971 náði íbúafjöldinn í Dundee hámarki, 182.000 manns, og hefur þeim fækkað talsvert síðastliðin 38 ár. Á Dundee svæðinu búa um 170.000 manns, þar eru bæirnir: Monifieth, Birkhill, Invergowrie og auðvitað Dundee. Borgin er norðan við Tay-fjörðinn (Firth of Tay).

Nú á tímum er Dundee kölluð City of Discovery á ensku, til þess að minna á skipið RSS «Discovery», sem landkönnuðurinn Robert Falcon Scott fór á til Suðurskautslandsins, en það var smíðað í Dundee og er til sýnis í bænum.

Við höfnina í Dundee hafa fundist minjar um mannvist frá steinöld. Árið 1191 gaf Vilhjálmur 1. Skotakonungur út bréf, þar sem hann mælti svo fyrir að Dundee skyldi vera „borg“, þ.e. víggirtur verslunarstaður. Árið 1991 var haldið upp á 800 ára afmæli borgarinnar.

Horft suður yfir Dundee og Tay-fjörðinn.

Knattspyrnulið

[breyta | breyta frumkóða]