[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Burger King

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Burger King staður á Spáni.

Burger King er bandarísk skyndibitakeðja sem að selur hamborgara og allskyns skyndibita. Fyrsti staðurinn var opnaður árið 1953 í Miami í Flórída. Árið 2024 rekur keðjan um 19,200 veitingastaði um allan heim í yfir hundrað löndum. Burger King var starfandi á Íslandi frá 2004 til 2008.

Í ágúst 2003 var fyrst tilkynnt um komu Burger Kings til landsins.[1] Fyrsti veitingastaður Burger King hér á landi var opnaður þann 18. febrúar 2004 í Smáralind í Kópavogi.[2] Þann 16. desember 2004 opnaði annar Burger King staður í útibúi Essó í Ártúnsholti í Reykjavík, að Straumi 9, þar sem að í dag er N1.[3] Báðir veitingastaðir Burger Kings á Íslandi lokuðu þann 30. desember 2008 vegna vandamála með innflutning á hráefnum.[4] Tankur ehf. rak Burger King á Íslandi.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Burger King í Smáralind síðar á árinu“. www.mbl.is. Sótt 29. júní 2024.
  2. „Burger King Smáralind - Myndasafn mbl.is“. www.mbl.is. Sótt 29. júní 2024.
  3. „Dagblaðið Vísir - DV - 273. tölublað (02.12.2004) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 29. júní 2024.
  4. „Síðasti sjéns til þess að fá sér Burger King á Íslandi - Vísir“. visir.is. 30. desember 2008. Sótt 29. júní 2024.