Boðhlaup
Útlit
Boðhlaup er íþróttagrein sem felst í keppni fjögurra manna sveita sem hlaupa/synda/skauta/skíða með boð(kefli) þar sem einn þátttakandinn tekur við af öðrum eftir ákveðna vegalengd. Oftast keppa fjórar sveitir í einu, sérstaklega í hlaupaíþróttum. Í hlaupi er notast við boðkefli en í sundi til dæmis er ekkert slíkt aðeins boðmerki, sem er þegar sundmaður snertir bakkann, þá er boðinu komið til skila og sá næsti má stinga sér til sunds.
Á Ólimpíuleikum er keppt í tveimur gerðum boðhlaups; 4 x 100 m. og 4 x 400 m.