[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Austur-Grænland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Austur-Grænland = Tunu

Austur-Grænland eða Tunu var eitt af þremur ömtum Grænlands til 31. desember 2008. Stjórn svæðisins var í Tasiilaq. Árið 2005 bjuggu þar um 3800 manns. Austan megin við Tunu er Grænlandshaf, Grænlandssund og Norður-Atlantshaf. Til vesturs er Kitaa (Vestur-Grænland) og til norðurs er Avannaa (Norður-Grænland). Í Tunu er stærsti þjóðgarður heims sem heitir Þjóðgarður Grænlands. Árið 1988 var þjóðgarðurinn stækkaður inn í Avannaa.

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Tunu“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. september 2019.