Arran
Útlit
Arran (skoska: Isle o Arran; skosk gelíska: Eilean Arainn) er eyja við vesturströnd Skotlands. Hún 432 km² að stærð og er stærsta eyjan í Clyde-firði og sjöunda stærsta eyjan við Skotland. Hún er nú innan sveitarfélagsins Norður-Ayrshire, en var sögulega hluti af sýslunni Buteshire. Íbúar voru rúmlega 4500 talsins árið 2011. Sögulega og landfræðilega tengist eyjan Innri Suðureyjum, en Kintyre-skagi liggur á milli þeirra. Hálandamisgengið liggur þvert yfir eyjuna, svo hún hefur verið kölluð „smámynd af Skotlandi“ og „paradís jarðfræðinga“.