Against Me!
Against Me! er bandarísk pönkhljómsveit frá bænum Gainesville í Flórída-fylki Bandaríkjanna.
Saga sveitarinnar
[breyta | breyta frumkóða]Upphaf hljómsveitarinnar má rekja til ársins 1997 þegar að ungur Bandaríkjamaður að nafni Tom Gabel byrjaði að semja og spila tónlist. Hann spilaði þá einn og spilaði órafmagnað þjóðlagablendið pönk. Stöku sinnum fékk hann bassaleikara og trommara til að spila með sér þegar hann kom fram á tónleikum. Þá voru það þeir kumpánar hans Dustin Fridkin er lék á bassa og Kevin Mahon sem sló á trommur, einnig léku þeir á fyrstu alvöru útgáfu hans. Það var stuttskífan Crime As Forgiven By... sem kom út árið 2001 undir merkjum Plan-It-X Records. Sama ár kom einnig út önnur stuttskífa sem var alveg órafmögnuð. Platan kom út nafnlaus, en hefur verið gefið heitið The Acoustic EP. Eftir þetta slitu þeir Dustin Fridkin og Kevin Mahon samstarfi við Tom Gabel og við af þeim tóku þeir Warren Oakes trommari og Andrew Seward bassaleikari. Einnig bættist við í hópinn gítarleikarinn James Bowman.
Árið 2002 bar miklar breytingar í skauti sér fyrir hljómsveitina Against Me!, fyrsta stóra útgáfa hljómsveitarinnar, Reinventing Axl Rose kom út og markaði nýja stefnu í tónlist hljómsveitarinnar, í einu laginu mátti jafnvel heyra móta fyrir írskum þjóðlagastíl. Platan kom út hjá plötuútgáfunni No Idea Records og hún fékk mun meiri athygli en fyrri útgáfur. Sama ár gáfu þeir út þriggja laga smáskífuna The Disco Before The Breakdown, einnig á No Idea Records. Í byrjun árs 2003 skiptu þeir um plötuútgáfu og fóru yfir á Fat Wreck Chords, sem er í eigu bassaleikara hljómsveitarinnar NoFX.
Þá kom út platan As the Eternal Cowboy.. undir merkjum Fat Wreck Chords. Margir fyrrum aðdáendur hljómsveitarinnar reiddust útaf þessari ákvörðun, vegna fyrrum andkapitalísku og DIY stefnu hljómsveitarinnar. Platan þótti mjög frábrugðin fyrri útgáfum, það markaði meira fyrir rokkáhrifum í stað þjóðlagaáhrifa. Mörgum þótti miður að hljómsveitin hefði flutt sig um útgáfu og varð það efni að heimildamyndinni We're Never Going Home. Á þeirri mynd, sem kom beint út á DVD disk er fjallað um hvernig Against Me! hafna hverju stóra útgáfufyrirtækinu af öðru.
Í september 2005 kom út nýjasta útgáfa hljómsveitarinnar, Searching for a Former Clarity. Lagið Don't Lose Touch komst á 114. sæti Billboard listans og var myndbandið við það meðal annars sýnt á MTV. Í desember 2005 skrifaði hljómsveitin undir Plötusamning við Sire Records, sem hefur gefið út hljómsveitir á borð við HIM, The Distillers og Echo and the bunnymen.
Útgáfur
[breyta | breyta frumkóða]Í fullri lengd
[breyta | breyta frumkóða]- 2002 - Reinventing Axl Rose, No Idea Records
- 2003 - The Eternal Cowboy, Fat Wreck Chords
- 2005 - Searching For Former Clarity, Fat Wreck Chords
Demó
[breyta | breyta frumkóða]- 1997 – Against Me! / Tom’s demo
- 1998 – Vivida Vis!
Stuttskífur
[breyta | breyta frumkóða]- 2000 – Against Me! EP, Crasshole
- 2001 – Crime As Forgiven By Against Me! 7", Plan-It-X Records
- 2001 – The Acoustic EP, Sabot Productions
- 2002 – The Disco Before The Breakdown, No Idea Records
Smáskífur
[breyta | breyta frumkóða]- 2004 - Cavalier Eternal 7", No Idea Records
- 2005 – Sink, Florida, Sink 7", No Idea Records
- 2005 – Don’t Lose Touch 12", Fat Wreck Chords
DVD diskar
[breyta | breyta frumkóða]- 2004 – We’re Never Going Home, Fat Wreck Chords
Núverandi meðlimir
[breyta | breyta frumkóða]- Tom Gabel - Gítar og söngur
- James Bowman - Gítar
- Andrew Seward - Bassi
- Warren Oakes - Trommur
Fyrrverandi meðlimir
[breyta | breyta frumkóða]- Dustin Fridkin - Bassi
- Kevin Mahon - Trommur