1524
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1524 (MDXXIV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Jón Arason vígður Hólabiskup af erkibiskupnum í Niðarósi í Noregi.
- Hannes Eggertsson lét af hirðstjórn og flutti til Hamborgar.
- Jóhann Pétursson varð hirðstjóri.
- Jón Finnbogason varð príor í Möðruvallaklaustri.
- Finnbogi Einarsson varð ábóti í Munkaþverárklaustri.
Fædd
- Þórður Guðmundsson lögmaður sunnan og austan (d. 1608).
- (líklega) Gottskálk Jónsson, prestur í Glaumbæ (d. 1590).
Dáin
- Einar Benediktsson, ábóti í Munkaþverárklaustri.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 23. ágúst - Ríkisráð Noregs samþykkti að taka Friðrik 1. til konungs yfir Noregi (og Íslandi) og hafnaði um leið Karli Knútssyni, sem tekinn hafði verið til konungs árið áður.
- 28. október - Fransisco Hernandez de Cordoba stofnaði Granada í Nicaragua. Það er elsta spænska borgin á meginlandi Ameríku.
- Giovanni da Verrazzano varð fyrsti Evrópubúinn til að líta Manhattan-eyju augum.
- Bændastyrjöldin hófst í Þýskalandi.
Fædd
- Luís de Camões, portúgalskur rithöfundur (d. 1580).
Dáin
- 20. júlí - Claude, drottning Frakklands, kona Frans 1. (f.1499).
- 24. desember - Vasco da Gama, portúgalskur landkönnuður (f. um 1469).
- Hans Holbein eldri, þýskur listmálari (f. 1460).