[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Fimmundahringurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 26. mars 2015 kl. 04:10 eftir Dexbot (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. mars 2015 kl. 04:10 eftir Dexbot (spjall | framlög) (Removing Link FA template (handled by wikidata) - The interwiki article is not featured)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fimmundahringurinn

Fimmundarhringurinn er hringur sem notaður er í tónfræði til að átta sig á tengslum milli tóntegunda. Á utanverðum hringnum eru merktar inn dúr tóntegundir og í innanverðum hringnum eru sammarka moll tóntegundir. Eins og sjá má á myndinni hefst hringurinn á C dúr/a moll þar sem þessar tóntegundir hafa engin föst formerki. Farið er síðan upp og niður í fimmundum sitt hvoru megin niður hringinn og bætist eitt formerki við í hverju skrefi. Fimmund upp er G dúr/e moll með einum krossi og fimmund niður er F dúr/d moll með einu béi.