Fyrirtæki
Fyrirtæki eru hagfræðilegar einingar og félagslegar stofnanir þar sem einstaklingar starfa saman að framleiðslu, dreifingu eða sölu hagrænna gæða. Hlutverk fyrirtækja í hagkerfinu er að framleiða vörur og veita þjónustu fyrir viðskiptavini, sem yfirleitt er gert gegn greiðslu peninga.
Til eru nokkrar tegundir af fyrirtækjum:
- Einkahlutafélag (ehf.) — Algengasta tegund fyrirtækis. Eigendur eru oftast fáir, stundum aðeins einn.
- Hlutafélag (hf.) — Hlutir í fyrirtækinu geta vera keyptir og seldir á verðbréfaþingi, en þó ekki nauðsynlega.
- Opinbert hlutafélag (ohf.) - Afbrigði af hlutafélagi sem er að öllu leyti í eigu hins opinbera.
- Sameignarfélag — Fyrirtækið er í eigu hóps fólks.
Öll fyrirtæki teljast vera lögaðilar.