Veira
Útlit
(Endurbeint frá Veirusýking)
Veirur |
---|
Kórónaveirur í smásjá.
|
Vísindaleg flokkun |
|
Veiruhópar |
I: dsDNA-veirur |
Veira eða vírus (af latneska orðinu vīrus sem þýðir „eitur“) er örvera sem getur smitað frumur lífvera. Veirur innihalda erfðaefni sem umlukið er hlífðarskel sem gerð er úr prótíni. Eitt af því sem einkennir veirur er að þær geta ekki fjölgað sér utan frumunnar sem þær smita. Þar sem veirur geta ekki fjölgað sér á eigin spýtur eru þær ekki taldar vera lifandi. Engu að síður eru veirur náskyldar lífverum og notast meðal annars við kjarnsýrur til að varðveita erfðaupplýsingar.
Veirum er skipt í þrjá flokka eftir því hvaða lífverur þær nota til að fjölga sér. Flokkarnir eru: